Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

663/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglumanna, nr. 528 18. ágúst 1997, með síðari breytingum. - Brottfallin

663/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglumanna,
nr. 528 18. ágúst 1997, með síðari breytingum.

1. gr.

Fyrirsögn töluliðar 9.2 orðast svo: Afleysingamenn og héraðslögreglumenn.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. kafla reglugerðarinnar:

a. Fyrirsögn töluliðar 11.3 orðast svo: Varalögreglustjóri í Reykjavík og staðgenglar lögreglustjóra.
b. Töluliður 11.4 fellur brott og breytist röð liða samkvæmt því.
c. Fyrirsögn töluliðar 11.5, er verður töluliður 11.4, orðast svo:
Yfirlögregluþjónar.
d. Fyrirsögn töluliðar 11.6, er verður töluliður 11.5, orðast svo:
Aðstoðaryfirlögregluþjónar.
e. Fyrirsögn töluliðar 11.7, er verður töluliður 11.6, orðast svo:
Aðalvarðstjórar/Lögreglufulltrúar.
f. Fyrirsögn töluliðar 11.8, er verður töluliður 11.7, orðast svo:
Varðstjórar/Rannsóknarlögreglumenn.
g. Fyrirsögn töluliðar 11.9, er verður töluliður 11.8, orðast svo:
Aðstoðarvarðstjórar.
h. Töluliðir 11.10, 11.11, 11.12, 11.13 og 11.14 falla brott.
i. Tveir nýir töluliðir bætast við, svohljóðandi:
11.9 Lögreglumenn.
Á smeygnum skal vera einn gylltur borði, 6 mm, nær axlarbrún og einn borði, 3 mm, nær kraga.
11.10 Lögreglunemar, afleysingamenn í lögreglu og héraðslögreglumenn.
Á smeygnum skal vera einn gylltur borði, 3 mm, nær kraga.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. ágúst 2003.

Björn Bjarnason.
Björn Friðfinnsson.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica