1388/2025
Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti háskóla íslands, nr. 500/2020.
1. gr.
1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Verð hlutamiða er 2.300 kr. í hverjum mánaðarlegum útdrætti.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:
- Orðin "mánaðarlegum útdráttum stakra milljónavinninga og í" í 1. mgr. falla brott.
- Liður II, Útdráttur stakra milljónavinninga, fellur brott og breytast númer liða sem á eftir koma samkvæmt því.
- Í stað "10 milljóna" í þriðja lið sem verður annar liður kemur: 15 milljóna.
- Í stað "10 milljóna" í fjórða lið sem verður þriðji liður kemur: 15 milljóna.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. gr. laga um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, öðlast gildi 1. janúar 2026.
Dómsmálaráðuneytinu, 15. desember 2025.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 16. desember 2025