Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

274/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat, nr. 920/2013.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "fasteignaviðskipta eða byggingar fasteignar til eigin nota" í 4. málsl. 5. mgr. kemur: endurbóta á fasteign.
  2. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Við greiðslumat á einstaklingi sem er giftur eða í sambúð, en er einn lántaki, er lánveitanda heimilt að skipta neysluviðmiðum og rekstrarkostnaði skv. 8. gr. á milli hjóna eða sambýlisfólks með þeim hætti sem endurspeglar aðstæður þeirra.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "2%" í 2. mgr. kemur: 1,5%.
  2. Í stað "720.000 kr." í 3. mgr. kemur: 420.000 kr.

3. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat samkvæmt lögum um neytendalán og lögum um ábyrgðarmenn.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. b-lið 1. mgr. 27. gr. laga um neytendalán, nr. 33/2013, og samkvæmt heimild í 1. mgr. 4. gr. laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, og öðlast gildi 1. apríl 2017.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. mars 2017.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.