Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

231/2017

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, 19., 20., 21. og 22. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/535 frá 5. apríl 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsluna fyrir Singapúr í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á nýju kjöti til Sambandsins.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/922 frá 10. júní 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar skrána yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á nýju kjöti til Sambandsins.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1248 frá 28. júlí 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsluna fyrir Botsvana í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á nýju kjöti til Sambandsins.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1832 frá 17. október 2016 um breytingu á fyrirmyndum að vottorðum vegna innflutnings til Sambandsins á unnum kjötvörum, kjötafurðum og meðhöndluðum mögum, þvagblöðrum og þörmum sem og á nýju kjöti af tömdum hófdýrum, sem settar eru fram í ákvörðunum 2000/572/EB og 2007/777/EB og reglugerð (ESB) nr. 206/2010, að því er varðar lýðheilsukröfur vegna efnaleifa.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar, sem taldar eru upp í 1. gr., eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.