Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1133/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1220/2015 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 3. gr. verklagsreglna um framlög til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt sam­kvæmt viðauka VI orðast svo: Meðmæli fagráðs er forsenda styrkveitingar. Sé fagráð vanhæft til að fjalla um umsókn skal það tilkynna stjórn Framleiðnisjóðs um vanhæfi sitt. Stjórn Fram­leiðni­sjóðs er þá heimilt að afgreiða umsókn án umsagnar fagráðs. Stjórn Framleiðnisjóðs er heimilt í slíkum tilvikum, telji hún þess þörf, að leita til sérfræðinga eða fagaðila til að leggja mat á umsókn­ina.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglu­gerðin öðlast gildi við birtingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. desember 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica