Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

24/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 944/2015 um loðnuveiðar grænlenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2015/2016. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða samtals 19.030 lestir af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Ef heildarafli veiddur í fiskveiðilandhelgi Íslands verður aukinn á loðnuvertíð 2015/2016 er græn­lenskum skipum einungis heimilt eftir 15. febrúar 2016 að veiða 35.000 lestir og þá sunnan 64°30´N.

Einu tilgreindu grænlensku skipi er heimilt að vinna, að hámarki 6.500 lestir af afla um borð meðan skipið er í fiskveiðilandhelgi Íslands. Óheimilt er að hefja vinnslu um borð fyrr en tilkynning berst frá grænlenskum yfirvöldum til Fiskistofu og eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar um viðkomandi skip.

Grænlensk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari. Þau skulu einnig hlíta sömu reglum og eiga við um íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.

Ráðuneytið getur takmarkað eða bannað loðnuveiðar á ákveðnum svæðum í tiltekinn tíma þyki ástæða til þess, m.a. vegna vendunarsjónarmiða og til þess að stuðla að sem bestri hagnýtingu loðnustofnsins. Jafnframt getur ráðherra tekið ákvörðun um að ákveðinn fjöldi skipa stundi tilraunaloðnuveiðar aðeins í því skyni að kanna ástand loðnustofnsins undir eftirliti Hafrannsókna­stofunarinnar.

Hafrannsóknastofnun er heimilt að grípa til skyndilokunar veiðisvæða, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveðilandhelgi Íslands, fari hlutfall loðnu, smærri en 14 sm, yfir 20%, miðað við fjölda. Stærð loðnu er mæld frá trjónuoddi að sporðsenda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. janúar 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica