Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

9/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1226/2013 um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2014, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við úthlutun skal hverju skipi ætluð aflaheimild í ýsu sem nemur 7,9% af hluta þess í leyfilegum heildarafla í þorski. Að auki er heimilt við þorskveiðarnar að hafa allt að 22,1% meðafla í öðrum tegundum, miðað við afla upp úr sjó.

2. gr.

1. og 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Að fengnu leyfi Fiskistofu er heimilt í sömu veiðiferð að stunda veiðar á Norðuríshafs­þorski og veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu að því tilskildu að öllum afla þeirrar veiðiferðar sé landað í íslenskri höfn. Fyrir upphaf hverrar veiðiferðar, skv. reglugerð þessari, skal skipstjóri tilkynna sérstaklega til Eftirlitsstöðvarinnar hvenær veiðiferð hefst. Þá skal tilkynna til Eftirlitsstöðvarinnar þegar veiðar hefjast innan efnahagslögsögu Noregs eða Rússlands, og þegar þeim lýkur hverju sinni. Þar skal koma fram áætlað magn og samsetning afla um borð, miðað við afla upp úr sjó, og áætlaður löndunarstaður og -tími. Sama gildir ef skip flytur sig milli efnahagslögsögu Noregs og efnahagslögsögu Rússlands.

Um tilkynningar varðandi veiðar innan efnahagslögsögu Noregs fer samkvæmt reglum norskra stjórnvalda um rafræna afladagbók. Um veiðar í efnahagslögsögu Rússlands skal hvern mánudag tilkynna Eftirlitsstöðinni um heildarafla síðustu viku miðað við afla upp úr sjó, þ.e. frá upphafi síðasta mánudags til loka síðasta sunnudags, sundurliðað eftir tegundum og veiðisvæðum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. janúar 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica