Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

410/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 265/2013 um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi. - Brottfallin

1. gr.

F-liður 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott og í stað hans kemur nýr F-liður sem orðast svo:

Frá og með 1. september til og með 31. maí á svæði sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

  1. 63°47,60´N - 021°23,00´V
  2. 63°49,60´N - 021°23,00´V
  3. 63°49,60´N - 021°25,00´V
  4. 63°50,30´N - 021°26,10´V
  5. 63°50,50´N - 021°27,20´V
  6. 63°49,00´N - 021°33,60´V
  7. 63°47,51´N - 021°33,00´V
  8. 63°47,00´N - 021°34,60´V
  9. 63°46,60´N - 021°35,10´V

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar fellur brott og í stað hennar kemur ný 3. gr. sem orðast svo:

Allar veiðar með togvörpu og dragnót eru bannaðar umhverfis Vestmannaeyjar innan línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki eftirgreindra eyja og skerja: Elliðaeyjar, Bjarnareyjar, Heimaeyjar, Suðureyjar, Helliseyjar, Súlnaskers, Geirfugla­skers, Geldungs, Álseyjar, Grasleysu, Þrídranga og Einidrangs. Að norðan markast svæðið af línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins, sbr. reglugerð nr. 732/1997.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót og fótreipisvörpu heimilaðar á eftir­greindu svæði og tíma:

  1. Frá og með 21. febrúar til og með 15. maí á svæði vestan línu, sem dregin er í réttvísandi norður frá Heimaey, þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og norðan og vestan línu, sem dregin er frá Heimaey um Grasleysu í Þrídranga, þaðan í Einidrang og síðan í réttvísandi suður.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót heimilaðar á eftirgreindu svæði og tíma:
  2. Frá og með 16. maí til og með 31. júlí á svæði, sem markast af línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:
    1. 63°22´N - 20°24´V
    2. 63°22´N - 20°30´V
    3. 63°26´N - 20°28´V
    4. 63°26´N - 20°22´V

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftir­breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 148/1998 um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. apríl 2013.

F. h. r.

Hrefna Karlsdóttir.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica