Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

990/2015

Reglugerð um nýfæði. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2015, frá 11. júní 2015, öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 258/97 frá 27. janúar 1997 um ný matvæli og ný innihaldsefni í matvælum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 446.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1852/2001 frá 20. september 2001 um ítar­legar reglur um að gera tilteknar upplýsingar aðgengilegar almenningi og um verndun upp­lýsinga sem lagðar eru fram samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 258/97. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, frá 17. september 2015, bls. 349.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 258/97:

  1. a- og b-liður 2. mgr. 1. gr. fellur brott.
  2. 2. málsliður 2. mgr. og 3. mgr. 3. gr. falla brott.
  3. d-liður 1. mgr. 8. gr. fellur brott.
  4. 9. gr. fellur brott.
  5. Í stað 1. málsliðar 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi:

4. Þrátt fyrir 2. mgr. gildir málsmeðferðin, sem um getur í 5. gr., um matvæli og innihaldsefni matvæla, sem um getur í d- og e-lið 2. mgr. 1. gr. og sem á grundvelli fyrirliggjandi og almennt viðurkenndra vísindagagna eða á grundvelli álits einhvers þeirra lögbæru aðila, sem um getur í 3. mgr. 4. gr., samsvara í aðalatriðum þeim matvælum eða innihaldsefnum mat­væla sem þegar eru til að því er varðar samsetningu, næringargildi, efnaskipti, fyrir­hugaða notkun og styrk óæskilegra efna í þeim.

3. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerð þessi er jafnframt til innleiðingar á 38. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1829/2003 frá 29. september 2003 um erfðabreytt matvæli og fóður. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. október 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica