Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 29. apríl 2017

297/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa.

1. gr.

Við 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem verður 2. málsliður, svohljóðandi: Einnig er heimilt að flytja hross með skipum frá 1. apríl ef viðkomandi skip er útbúið með stöðugleikabúnaði, ferðatími er styttri en 24 klst. og sjóveðurspá hagstæð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 27/2011 um útflutning hrossa og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Rebekka Hilmarsdóttir.

Eggert Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.