Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

978/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2011, frá 21. maí 2011, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

2. gr.

Birting.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1333/2008 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, frá 7. október 2011, bls. 105.

3. gr.

Viðbætur.

Eftirfarandi viðbætur verða á efnisákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008:

a) Þrátt fyrir ákvæði vii, a-liðar, 2. tl., 3. gr. telst ammóníumklóríð til matvælaaukefna.

4. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

6. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabrigða.

Í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um skrá bandalagsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvæli og skilyrði fyrir notkun þeirra gilda ákvæði reglugerðar nr. 285/2002 um aukefni í matvælum, með síðari breytingum varðandi notkun og hámarksgildi aukefna í matvælum, aukefni í bragðefnum og hreinleika aukaefna.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica