Sjávarútvegsráðuneyti

357/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 7, 11. janúar 1996, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 7, 11. janúar 1996,

um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Í stað "1. október 1996" í upphafi 2. mgr. 10. gr. komi: 31. desember 1996.

 

2. gr.

                Í stað "1. maí" í lok 2. málsliðar 1. mgr. 11. gr. komi: 1. september 1995.

 

3. gr.

                Í stað b-liðar 2. tl. 2. mgr. 11. gr. komi nýr b-liður er orðist svo:

                Þrátt fyrir ákvæði a-liðar þessa töluliðar skulu úreldingarstyrkir, vegna krókabáta er valið hafa að stunda veiðar á sóknardögum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, nema 80% af verðmæti báts eins og það er skilgreint í 2. mgr. Úreldingarstyrkir vegna krókabáta, er valið hafa að stunda veiðar með þorskaflahámarki samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, skulu nema 60% af verðmæti báts eins og það er skilgreint í 2. mgr. Ákvæði þessa liðar gilda til 1. október 1996.

 

4. gr.

                Við 4. mgr. 11. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo:

                Hafi stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegsins lofað fyrir gildistöku reglugerðar þessarar að veita báti er stundar veiðar með línu og handfærum (krókabáti) úreldingarstyrk skal styrkhlutfall fara eftir b-lið 2. tl. 2. mgr. 11. gr. verði styrkur greiddur eftir 1. júlí 1996, án tillits til þess hvenær stjórn Þróunarsjóðs samþykkti styrkfjárhæðina.

 

5. gr.

                Reglugerð þessi öðlast gildi 1. júlí 1996.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. júní 1996.

 

F. h. r.

Árni Kolbeinsson.

Arndís Steinþórsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica