Samgönguráðuneyti

479/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Í orðaskýringum 1.0 bætist við eftirfarandi orðskýring í viðeigandi stafrófsröð:

Árekstrarvari (ACAS, Airborne Collision Aviodance System): Búnaður sem komið er fyrir í loftfari og les merki ratsjárvara annarra loftfara. Búnaðurinn segir til um hvort önnur loftför eru í nánd, hvaða hætta er á árekstri og varar flugmann við, ef þörf krefur.

 

2. gr.

                Á eftir grein 4.5.5. bætist við ný grein 4.5.6., svohljóðandi:

4.5.6        Nú fær flugstjóri viðvörun frá árekstrar- eða jarðvara um yfirvofandi háska og er honum þá vítalaust að víkja frá flugleiðsögufyrirmælum flugumferðarstjórnar. Slík frávik skal tilkynna flugumferðarstjórn svo skjótt sem auðið er.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 188. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir með síðari breytingum, staðfestist hér með og öðlast þegar gildi.

 

Samgönguráðuneytinu, 27. ágúst 1996.

 

Halldór Blöndal.

Jón Birgir Jónsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica