Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

327/2010

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli.

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Innleiðing.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2008 frá 26. apríl, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Fylgiskjal.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1925/2006 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Tilkynning - vöktun.

Framleiðandi eða dreifingaraðili skal tilkynna um íblöndun bætiefna í matvæli til Matvælastofnunar og afhenda sýnishorn af merkingu vörunnar.

4. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Brottfall reglugerða.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 526/2006 um íblöndun bætiefna í matvæli, með áorðnum breytingum.

6. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

7. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. mars 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica