Landbúnaðarráðuneyti

552/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 469/1996 um greiðslu verðmiðlunargjalds af kindakjöti. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 469/1996

um greiðslu verðmiðlunargjalds af kindakjöti.

1. gr.

            1. málgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

            Greiða skal verðmiðlunargjald af kindakjöti, sem nemur kr. 5,00 af hverju kg kjöts sem selt er frá afurðastöð á innanlandsmarkað og skal tekjum af gjaldinu varið til verkefna samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum. Greiðsla þessi tekur til kjöts sem innlagt er í afurðastöð frá og með 1. sepember 1998.

2. gr.

            Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 27. gr laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 15. september 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Guðmundur Sigþórsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica