Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 20. maí 2011

583/2000

Reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda.

I. KAFLI Markmið, gildissvið o.fl. Markmið.

1. gr.

Markmið þessarar reglugerðar er að koma í veg fyrir að útlendar plöntutegundir valdi óæskilegum breytingum á líffræðilegri fjölbreytniííslenskum vistkerfum.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerðin gildir um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda hér á landi.

Reglugerðin gildir ekki um ræktun útlendra plöntutegunda í ylrækt.

3. gr. Skilgreiningar.

Innlend tegund: Tegundir blómplantna og byrkninga sem tilgreindar eru í viðauka við reglugerð þessa og taldar eru til hinnar íslensku flóru.

Útlend tegund: Allar aðrar plöntutegundir en innlendar tegundir.

Ylrækt: Ræktun í lokuðu rými þar sem hiti er vel yfir meðalhita viðkomandi svæðis á hverjum tíma með aðstoð orkugjafa.

4. gr. Sérfræðinganefnd um innflutning og ræktun útlendra plöntutegunda.

Sérfræðinganefnd er umhverfisráðherra til ráðgjafar um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda, sbr. 41. gr. laga um náttúruvernd. Nefndin skal gera tillögur til ráðherra um hvaða útlendar plöntur skuli óheimilt að flytja til landsins, sbr. 5. gr., og hvaða útlendar plöntur heimilað verður að rækta hér á landi, sbr. 7. gr., og semja leiðbeinandi reglur um notkun einstakra plöntutegunda.

Í starfi sínu skal nefndin hafa eftirfarandi að leiðarljósi:
Samninginn um líffræðilega fjölbreytni, samninginn um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samninginn um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun, og aðrar alþjóðlegar skuldbindingar.

Að leyfa ræktun útlendrar tegundar ef hún hefur fyrirsjáanlega kostifyrir afkomu mannsins eða náttúruleg samfélög og ógnar ekki líffræðilegri fjölbreytni, náttúrulegum vistkerfum og samfélögum.

II. KAFLI Innflutningur og skráning. Innflutningur.

5. gr.

Umhverfisráðherra gefur út lista A yfir útlendar plöntutegundir sem óheimilt er að flytja til landsins að fengnum tillögum sérfræðinganefndarinnar. Birta skal listann í B-deild Stjórnartíðinda.

6. gr. Skráning.

Öllum, sem flytja inn útlendar plöntutegundir, ber að tilkynna það til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Stofnunin ber ábyrgð á að allar útlendar plöntutegundir, sem fluttar eru inn til landsins, séu skrásettar.

Í tilkynningunni skal greina frá latnesku tegundarheiti, landfræðilegum uppruna, erlendum afgreiðsluaðila og tilgangi innflutnings.

III. KAFLI Ræktun útlendra plöntutegunda. Plöntulistar.

7. gr.

Umhverfisráðherra gefur út lista B yfir útlendar tegundir sem heimilt er að rækta hér á landi að fenginni umsögn sérfræðinganefndarinnar og Umhverfisstofnunar. Í listanum skulu vera leiðbeinandi reglur um ræktun og dreifingu hverrar tegundar og upplýsingar um þau skilyrði sem ræktuninni eru sett. Birta skal listann í B-deild Stjórnartíðinda.

Heimilt er að nota útlendar plöntutegundir sem skráðar eru á B-lista til ræktunar hér á landi með þeim skilyrðumog í samræmi við leiðbeinandi reglur um ræktun og dreifingu þeirra, nema á þeim svæðum sem getið er um í 10. gr.

Þegar tekin hefur verið ný útlend plöntutegundá B-lista skal gefa út leiðbeinandi reglur um ræktun hennar og upplýsingar um þau skilyrði sem ræktuninni eru sett.

Óheimilt er að nota tegundir á A-lista til ræktunar hér á landi.

8. gr. Ræktun annarra plantna.

Heimilt er að taka tegund af B-lista ef í ljós kemur að tegundin gerist of ágeng í íslenskri náttúru að mati sérfræðinganefndarinnar.

Sé ætlunin að taka aðrar tegundir til ræktunar en þær sem eru á B-lista ber að senda sérfræðinganefndbeiðni um að tegundin verði tekin inn á B-lista.

Með beiðni samkvæmt 2. mgr. skulu fylgja upplýsingar um:

1. Nafn og heimilisfang umsækjanda.
2. Latneskt tegundarheiti.
3. Afgreiðsluaðila.
4. Mat á ávinningi og áhættu af ræktun tegundarinnar.

9. gr. Mat á ávinningi og áhættu.

Umsækjandi skal leggja fram mat á ávinningi og áhættu vegna fyrirhugaðrar ræktunar. Veita skal upplýsingar um eftirfarandi atriði: uppruna, náttúrulega útbreiðslu, almenna líffræði tegundarinnar, þ.m.t. dreifingarmáta, náttúrulega óvini, stöðu tegundarinnar í upprunalegum vistkerfum, reynslu af ræktun tegundarinnar erlendis.

Við mat á ávinningi skal taka mið af því hver sé vistfræðilegur og efnahagslegur ávinningur af notkun tegundarinnar.

Í áhættumati skulu eftirfarandi þættir tilgreindir: líklegar afleiðingar af fyrirhugaðri ræktun tegundarinnar, í hverju áhætta af ræktun er fólgin, leiðir til að draga úr áhættu. Í þessu felst skilgreining á þeim búsvæðum þar sem ætlunin er að rækta tegundina, mat á áhrifum hennar ef hún kemst í önnur búsvæði og tillögur um hvernig draga megi úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum af ræktun. Sérstaka áherslu skal leggja á dreifingarmáta tegundarinnar, hvort hún geti víxlast við innlendar tegundir og hvort hún geti valdið tjóni á lífríki, uppskeru, húsdýrum mannsins eða á manninum sjálfum. Loks skal meta hversu mikið tegundin muni breyta gróðri og dýralífi viðkomandi svæðis.

10. gr. Ræktunarsvæði.

Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 400 metra hæðar yfir sjó. Umhverfisstofnun getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði að fenginni umsögn sérfræðinganefndarinnar.

11. gr. Ræktun í tilraunaskyni.

Sérfræðinganefndinni er heimilt að leyfa skipulegar rannsóknir með ræktun útlendra tegunda sem ekki eru á B-lista, enda ábyrgist rannsóknaraðili að tegundirnar dreifist ekki frá rannsóknarsvæðinu. Rannsóknaraðila ber að gera nefndinni grein fyrir staðsetningu, umfangi og tímasetningu allra rannsókna með slíkar tegundir. Rannsóknirnar eru á ábyrgð rannsóknaraðila.

Rannsóknaraðila ber að tryggja að tegundir séu ræktaðar á vel afmörkuðum svæðum sem eiga að vera sérstaklega merkt sem tilraunasvæði. Þegar tilraunum er lokið skal rannsóknaraðili sjá til þess að tegundum sem fara á A-lista sé eytt.

Rannsóknaraðila er óheimilt að afhenda einstaklingum eða ræktendum tilraunaefnivið til eigin ræktunar.

IV. KAFLI Ýmis ákvæði. Eftirlit.

12. gr.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að ákvæði þessarar reglugerðar séu virt.

13. gr. Refsiábyrgð.

Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum þessarar reglugerðar skal sæta sektum. Með mál samkvæmt grein þessari skal farið að hætti opinberra mála, sbr. lög um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991.

14. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 41. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Sérfræðinganefndin skal gera tillögu um hvaða tegundir skuli skilgreina í reglugerð þessari sem innlendar tegundir. Skal sérfræðinganefndin hafa þar til viðmiðunar tölusettar tegundir í Flóru Íslands, 3. útgáfu frá 1948. Einnig skal sérfræðinganefndin gera tillögu um hvaða útlendar tegundir, sem nú eru ræktaðar í landinu, séu teknar inn á A- eða B-lista. Hún skal auk þess gera tillögu að skilyrðum fyrir ræktun tegunda á B-lista og vinna leiðbeinandi reglur um notkun þeirra. Umhverfisráðherra birtir lista samkvæmt grein þessari í viðauka við reglugerð þessa.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.