Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

968/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 184/2002, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang.

1. gr.

Liðir H13-H14 í III. viðauka reglugerðarinnar orðast svo:

H 13

"Næmandi": efni og efnablöndur sem við innöndun eða ef þau berast gegnum húðina geta valdið ofnæmi þannig að frekari váhrif frá efninu eða efnablöndunni valda sérstökum, skaðlegum áhrifum.

H 14

"Hættulegt umhverfinu": efni og blöndur sem geta haft bráð eða síðkomin skað­leg áhrif á gerð eða starfsemi náttúrulegra vistkerfa.



2. gr.

Á eftir H 14 í III. viðauka reglugerðarinnar bætist við nýr liður:

H 15

Efni og blöndur er kunna, eftir að þeim hefur verið fleygt, að geta af sér annað efni, t.d. skolvökva, sem hefur einn af ofannefndum eiginleikum.



3. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana, sem vísað er til í tölulið 32ff í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011 þann 1. júlí 2011.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í a. lið 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 30. október 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica