Innanríkisráðuneyti

962/2013

Reglugerð um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að innleiða nýja útgáfu hugbúnaðar fyrir árekstrarvara­kerfi (ACAS II) til að forðast árekstur í lofti fyrir öll loftför sem fljúga á því svæði sem reglugerð þessi nær til og innleiða kröfur um þjálfun áhafna og verklagsreglur í tengslum við notkun á árekstrarvarakerfum.

2. gr.

Gildissvið.

Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 1332/2011 um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samn­ingsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1332/2011 frá 16. desember 2011 um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breyt­ingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 91/2013 frá 3. maí 2013. Reglu­gerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., 28. gr. e., 28. gr. f. og 85. gr., sbr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 14. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica