Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

957/2014

Reglugerð um (70.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1365/2013 frá 18. desember 2013 um leyfi fyrir blöndu með alfagalaktósíðasa, sem er framleiddur með Saccharomyces cerevisiae (CBS 615.94), og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 120604), sem fóðuraukefni fyrir auka­tegundir alifugla til eldis og fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er Kerry Ingredients and Flavours). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 13.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1404/2013 frá 20. desember 2013 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er fram­leiddur með Aspergillus niger (CBS 109.713), og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (DSM 18404), sem fóðuraukefni fyrir eldis­svín (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2014, frá 28. júní 2014. Reglu­gerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 23.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 5/2014 frá 6. janúar 2014 um breytingu á tilskipun 2008/38/EB um gerð skrár yfir fyrirhugaða notkun fóðurs með sérstök næringarmarkmið í huga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 16.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 84/2014 frá 30. janúar 2014 um leyfi fyrir blöndum með Pediococcus pentosaceus DSM 14021, Pediococcus pentosaceus DSM 23688 eða Pediococcus pentosaceus DSM 23689 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 1.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 101/2014 frá 4. febrúar 2014 um leyfi fyrir L-týrósíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 113/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 7.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 107/2014 frá 5. febrúar 2014 um töku fóðuraukefnanna kóbaltklóríðhexahýdrats, kóbalt­nítrat­hexahýdrats og kóbaltsúlfatmónóhýdrats af markaði og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1334/2003. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2014, frá 28. júní 2014. Reglu­gerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 5.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 121/2014 frá 7. febrúar 2014 um leyfi fyrir L-selenmeþíóníni sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 113/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 10.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 131/2014 frá 11. febrúar 2014 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 601/2013 um leyfi fyrir kóbalt(II)asetattetrahýdrati, kóbalt(II)karbónati, kóbalt(II)karbónathýdroxíð(2:3)mónóhýdrati, kóbalt(II)súlfatheptahýdrati og húðuðu, kornuðu kóbalt(II)karbónathýdroxíð(2:3)mónóhýdrati sem fóðuraukefnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2014, frá 28. júní 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 26.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 302/2014 frá 25. mars 2014 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er fram­leiddur með Trichoderma reesei (CBS 126896), sem fóðuraukefni fyrir eldis­kjúklinga og fráfærugrísi (leyfishafi er ROAL Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2014, frá 26. septem­ber 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 64, 30. október 2014, bls. 61.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 304/2014 frá 25. mars 2014 um leyfi fyrir blöndum með Enterococcus faecium NCIMB 10415, Enterococcus faecium DSM 22502 og Pediococcus acidilactici CNCM I-3237 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2014, frá 26. september 2014. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, 30. október 2014, bls. 53.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 305/2014 frá 25. mars 2014 um leyfi fyrir própansýru, natríumprópíónati og ammóníumprópíónati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir aðrar en jórturdýr, svín og alifugla. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 168/2014, frá 26. september 2014. Reglugerðin birtist í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, 30. október 2014, bls. 57.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. október 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica