Fjármálaráðuneyti

955/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 709/2000, um tollmeðferð póstsendinga, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað tollskrárnúmeranna 9801.1033 og 9901.1033 í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar koma: 9801.1042 og 9901.1042.


2. gr.

Í stað orðsins "ríkistollstjóra" í 2. mgr. 4. gr. og kaflafyrirsögn á undan 20. gr. og "ríkistollstjóri" í 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr., 15. gr., og 20. gr. koma: tollstjórans í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á fylgiskjali I við reglugerðina:

a. Við upptalningu tollskrárnúmera og vörulýsinga bætast tvö númer svohljóðandi:
Tollskrár-númer Vöruheiti
Tollur
Gjöld
A
%
E
%
9801.1041 Vindlingar
0
Ö2, T1
9801.1042 Annað tóbak
0
Ö2, T2
b. Á eftir orðunum "um gjald af áfengi" í 2., 3. og 4. tölul. 2. mgr. fylgiskjals I kemur: og tóbaki.
c. Við 2. mgr. fylgiskjals I bætast tveir töluliðir, númer 5 og 6, svohljóðandi:
5. Af vindlingum sem flokkast í tollskrárnúmer 9801.1041 sem merkt eru með lyklinum T1 skal greiða tóbaksgjald 210 kr. á hvern pakka (20 stk.), sbr. lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
6. Af öðru tóbaki sem flokkast í tollskrárnúmer 9801.1042 sem merkt eru með lyklinum T2 skal greiða tóbaksgjald 10,50 kr. á hvert gramm eða hluta úr grammi vöru, sbr. lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 107. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2002.


Fjármálaráðuneytinu, 18. desember 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Páll Jóhannesson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica