Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

953/2001

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

953/2001

REGLUGERÐ
um (6.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra
í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

a. Í 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 850".
b. Í 2. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 300" fjárhæðin "kr.350".
c. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem verður 3. tölul. sem orðast svo:
"Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 150".


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a. Í 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 1.100" fjárhæðin "kr. 1.300".
b. Í 2. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 500" fjárhæðin "kr. 600".
c. Við 1. mgr. bætist nýr tölul. sem verður 3. tölul. sem orðast svo:
"Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 350".


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verð á 4. gr.:

a. Í a-lið 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 1.100" fjárhæðin "kr. 1.300".
b. Í b-lið 1. tölul. 1. mgr. komi á eftir orðunum "óskerts ellilífeyris" orðin "kr. 500" og sá hluti málsliðarins sem byrjar á orðunum "og börn með umönnunarkort" fellur brott.
c. Við b-lið 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
"Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 350".
d. Í a-lið 2. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 1.600" fjárhæðin "kr. 1.900".
e. Í b-lið 2. tölul. 1. mgr. komi á eftir orðunum "óskerts ellilífeyris" orðin "kr. 700" og sá hluti málsliðarins sem byrjar á orðunum "og börn með umönnunarkort" fellur brott.
f. Við b-lið 2. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
"Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 500".


4. gr.

5. gr. fellur brott.


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

a. Í a- lið 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 1.800" fjárhæðin "kr. 2.100" og í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" komi fjárhæðin "kr. 18.000".
b. Í b-lið 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 600" fjárhæðin "kr. 700" og í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" komi fjárhæðin "kr. 18.000".
c. Við b-lið 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 1. tl. 6. gr. þó að lágmarki kr. 400 og að hámarki kr. 18.000.
d. Við b-lið 2. tölul. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 150.
e. Í a-lið 3. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".
f. Í b-lið 3. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".
g. Við b-lið 3. tölul. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 3. tölul. 6. gr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 18.000.
h. Í 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".


6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:

a. Í a-lið 1. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 300" fjárhæðin "kr. 400".
b. Í b-lið 1. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 100" fjárhæðin "kr. 150".
c. Í a-lið 2. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 850".
d. Í b-lið 2. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 300" fjárhæðin "kr. 350".
e. Í a-lið 3. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 850".
f. Í b-lið 3. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 300" fjárhæðin "kr. 350".
g. Í a-lið 4. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 1.000" fjárhæðin "kr. 1.200".
h. Í b-lið 4. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 400" fjárhæðin "kr. 500".
i. Í a-lið 5. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 600" fjárhæðin "kr. 700" og í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" komi fjárhæðin "kr. 18.000".
j. Í b-lið 5. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6000" fjárhæðin "kr. 18.000".
k. Í a-lið 7. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".
l. Í b-lið 7. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".
m. Í 3. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 6.000" fjárhæðin "kr. 18.000".


7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:

a. Í b-lið komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 300" fjárhæðin "kr.350".
b. Í c-lið komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 600" fjárhæðin "kr. 700".
c. Í d-lið komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 800".
d. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Gjald fyrir vottorð skv. 1. mgr. skal renna til stofnunar.


8. gr.

11. gr. orðast svo:
Fyrir meðferð á glasafrjóvgunardeild Landspítalans skal greiða sem hér segir:

1. Par sem ekki á barn saman: Glasafrjóvgun (IVF) Smásjárfrjóvgun(ICSI)
a) fyrsta meðferð kr. 137.000 kr. 164.000
b) önnur til fjórða meðferð kr. 77.000 kr. 93.000
c) fimmta meðferð eða fleiri kr. 256.000 kr. 307.000
2. Par sem á eitt barn saman:
a) fyrsta til fjórða meðferð kr. 202.000 kr. 243.000
b) fimmta meðferð eða fleiri kr. 256.000 kr. 307.000
3. Par sem á fleiri börn saman: kr. 256.000 kr. 307.000
Inni í þessari greiðslu felst kostnaður vegna nauðsynlegra rannsókna, heimsókna til sérfræðinga á glasafrjóvgunardeildinni og lyfja, annarra en örvunarlyfja eggjastokka, en um greiðslu þeirra fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.
Greiðslur skulu skiptast þannig að í upphafi hverrar meðferðar skal greitt 20% af heildargjaldi. Eftirstöðvar gjalds skal greiða þegar ákveðið hefur verið að framkvæma eggheimtu.
4. Uppsetning frystra fósturvísa kr. 42.000.
5. Geymsla frystra fósturvísa kr. 11.000 fyrir hvert byrjað geymsluár.
Frysting fósturvísa er að öðru leyti innifalin í meðferðargjaldi.
6. Tæknisæðing, aðeins ef uppsetning er framkvæmd, kr. 21.000.

Fyrir aðrar rannsóknir á glasafrjóvgunardeild sem ekki tengjast glasafrjóvgunarmeðferð skal greiða eins og um göngudeildarheimsóknir og rannsóknir sé að ræða.


9. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 14. gr.:
Í stað fjárhæðarinnar "kr. 129.000" komi fjárhæðin "kr. 142.000".


10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2002.


Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu, 19. desember 2001.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica