Fjármálaráðuneyti

938/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 475/1998, um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Próf skulu vera skrifleg og prófgreinar a.m.k. fjórar. Prófnefnd tekur hverju sinni ákvörðun um fjölda sjálfstæðra úrlausnarefna innan hverrar prófgreinar og efnissvið þeirra, sbr. 2. mgr., og lengd próftíma.

Í prófunum skal látið reyna á bæði fræðilega og verklega kunnáttu. Til grundvallar prófinu þar sem metin er bókleg þekking skulu einkum vera eftirfarandi greinar:

endurskoðun,
greining og gagnrýnið mat á ársreikningum,
almennt bókhald,
samstæðureikningar,
kostnaðar- og rekstrarbókhald,
innri endurskoðun,
staðlar um gerð ársreikninga og samstæðureikninga og um aðferðir til að meta liði á efnahagsreikningum og útreikning á hagnaði og tapi,
lagalegir og faglegir staðlar um lögmælta endurskoðun bókhaldsgagna og um þá sem framkvæma slíka endurskoðun.

Jafnframt skulu eftirfarandi greinar hafðar til hliðsjónar, að því leyti sem þær snerta endurskoðunina:

félagaréttur,
lög um gjaldþrot og sambærilegar reglur,
skattalög,
einkamála- og verslunarréttur,
almannatryggingalög og vinnulöggjöf,
upplýsinga- og tölvukerfi,
rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og fjármálahagfræði,
stærðfræði og tölfræði,
helstu hugtök um fjármálastjórnun fyrirtækja.

Prófverkefni skulu samin af einstökum prófnefndarmönnum eða þeim, sem prófnefndin felur það starf. Verkefnin og vægi úrlausnarefna innan þeirra, skulu lögð fyrir prófnefnd til samþykktar.


2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 11. desember 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Telma Halldórsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica