Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

916/2005

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 939/2003 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. - Brottfallin

1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:
a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Komi í ljós veruleg breyting á aðstæðum bótaþega eða maka hans innan bótagreiðsluárs og breytingin hefur áhrif á rétt til bóta eða fjárhæð greiðslna skal breyta útreikningi bóta frá og með næsta mánuði eftir að aðstæður breytast.
b. Nýr málsliður bætist við 2. mgr. er orðast svo: Ef sýnt er að bótaþegi hefur að fullu nýtt allan mögulegan bótarétt ársins skal stöðva greiðslu bóta til hans og tilkynna honum um stöðvunina.


2. gr.
6. gr. orðast svo:
6. gr.
Frádráttur af bótum áður en uppgjör fer fram.
Ef sýnt er að bótaþegi hefur fengið svo verulega ofgreiddar bætur innan bótagreiðsluárs að hann hefur að fullu nýtt allan mögulegan bótarétt ársins, sbr. 2. mgr. 5. gr., og fyrir liggur ofgreiðsla bóta sem ekki næst að ljúka á því ári, er heimilt að hefja frádrátt af greiðslum næsta árs á eftir, áður en endurreikningur og uppgjör bóta hefur farið fram.


3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 10. gr., sbr. 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 2. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 4. október 2005.

Jón Kristjánsson.
Vilborg Þ. Hauksdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica