Landbúnaðarráðuneyti

913/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 638/1997 um bólusetningu sauðfjár og geita til varnar garnaveiki - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Bólusetning til varnar garnaveiki skal framkvæmd á öllum ásetningslömbum og kiðum ár hvert á landinu öllu að undanteknum eftirtöldum svæðum: Hofshreppur, Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýsla öll, Eyjafjallahreppar austan Markarfljóts í Rangárvallasýslu, Vestfjarðakjálki allur norðan varnarlínu úr Gilsfirði í Bitrufjörð, Vatnsneshólf norðan Vatnsneslínu úr Miðfirði um Línakradal í Víðdalsá við Síðukrók, Húnaþingi vestra, Héraðshólf milli Jökulsár á Brú og Lagarfljóts, Austfjarðahólf milli Lagarfljóts og Reyðarfjarðar.


2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Bólusetning skal fara fram á tímabilinu 15. september til 31. desember ár hvert. Ásetningslömb og kið, sem heimtast eftir áramót skal bólusetja svo fljótt sem unnt er. Héraðsdýralæknir getur heimilað að bólusetningu sé sleppt svo fremi að lömb og kið séu einstaklingsmerkt eiganda, ef ákveðið er að slátra þeim um veturinn. Þau skal þá færa inn í bólusetningarskýrslu og tilgreina slátrunarstað og tíma. Við komu í sláturhús skal númerið (merkið) skráð í móttökukvittun.

Bólusetja skal undir húð aftast í snögga blettinn við hægri olnboga. Framleiðandi bóluefnis og héraðsdýralæknir skulu veita nauðsynlegar upplýsingar um framkvæmd bólusetningar og meðferð fjár að henni lokinni.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 28. desember 1999.

F. h. r.
Guðmundur Sigþórsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


913-1999.doc

Þetta vefsvæði byggir á Eplica