Sjávarútvegsráðuneyti

864/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830, 28. nóvember 2002, um síldveiðar með vörpu. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo: Þrátt fyrir 2. málslið 2. gr. er heimilt að stunda síldveiðar með vörpu á eftirgreindum svæðum:

1. Utan 12 sjómílna frá viðmiðunarlínu á svæði fyrir Vestfjörðum, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Blakknesi og norðan af línu, sem dregin er réttvísandi í norðvestur frá Straumnesvita.
2. Á svæði austnorðaustur af Héraðsflóa, sbr. reglugerð nr. 724, 24. október 2002, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu austnorðaustur af Héraðsflóa án smáfiskaskilju.
3. Á svæði úti fyrir Suðausturlandi austan 12°50V, sbr. reglugerð nr. 362, 22. maí 2003, um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 807, 30. október 2003 um breytingu á reglugerð nr. 830, 28. nóvember 2002, um síldveiðar með vörpu.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 28. október 2004.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica