Sjávarútvegsráðuneyti

830/2002

Reglugerð um síldveiðar með vörpu. - Brottfallin

1. gr.

Allar veiðar á íslenskri sumargotssíld með vörpu í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu.

Heimilt er að veita skipum sem aflamark hafa í síld leyfi til síldveiða með vörpu innan tímabilsins 1. september til 31. maí á hverju fiskveiðiári en ráðherra er heimilt að fela Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til síldveiða með vörpu sé talin ástæða til að takmarka veiðarnar eða endurskipuleggja stjórnun þeirra.


2. gr.

Eingöngu er heimilt að stunda síldveiðar með vörpu utan 12 sjómílna frá viðmiðunarlínu samkvæmt 5. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með þeim takmörkunum sem síldveiðum eru settar í sérstökum reglugerðum eða skyndilokunum.


3. gr.

Við færslu afladagbókar skal tilgreind dagsetning, nákvæm staðsetning veiðisvæðis, afli og dýpi í hverju togi. Enn fremur skal allur aukaafli skráður nákvæmlega.


4. gr.

Fiskistofu er heimilt að svipta skip leyfi til síldveiða með vörpu vegna brota á ákvæðum reglugerðar þessarar, ákvæðum leyfisbréfa til síldveiða með vörpu og ákvæðum laga og reglugerða, sem lúta að stjórn veiða og nýtingu nytjastofna. Missi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fellur jafnframt úr gildi leyfi til síldveiða með vörpu.


5. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni skal farið að hætti opinberra mála. Brot varða viðurlögum samkvæmt 17. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 718, 11. október 2000, um síldveiðar með vörpu.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 28. nóvember 2002.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica