Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

813/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 829/2005, um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á CITES viðaukum:

Við I. viðauka bætist eftirfarandi brjóskfiskategundir (hákarlar) sem falla undir þessa reglugerð:

Pristidae spp. (sawfishes)

Við II. viðauka bætast eftirfarandi brjóskfiskategundir (hákarlar og skötur) sem falla undir þessa reglugerð:

  • Carcharhinus longimanus (oceanic whitetip shark)
  • Sphyrna lewini (scalloped hammerhead shark)
  • Sphyrna mokarran (great hammerhead shark)
  • Sphyrna zigaena (smooth hammerhead shark)
  • Lamna nasus (porbeagle shark)
  • Manta spp. (manta rays)

2. gr.

Fylgiskjal A orðast svo:

Fyrirvarar Íslands við samninginn.

Ísland hefur gert eftirfarandi fyrirvara við tegundir í viðaukum samningsins.

Samkvæmt a-lið 2. tölul. 23. gr. samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu eru gerðir fyrirvarar að því er eftirfarandi tegundir í I. og II. viðauka varðar:

Steypireyður (Balaenoptera musculus) í I. viðauka.
Langreyður (Balaenoptera physalus) í I. viðauka.
Sandreyður (Balaenoptera borealis) í I. viðauka.
Hnúfubakur (Megaptera novaengliae) í I. viðauka.
Búrhvalur (Physeter macrocephalus/(catodon)) í I. viðauka.
Andanefja (Hyperoodon ampullatus) í I. viðauka.
Hrefna/hrafnreyður (Balaenoptera acutorostrata), Vestur-Grænlandsstofn skráður í II. viðauka, aðrir stofnar skráðir í I. viðauka.
Suðurskauta hrefna (Balaenoptera bonaerensis) í I. viðauka.
Marsvín/grindhvalur (Globicephala melas) í II. viðauka.
Háhyrningur (Orcinus orca) í II. viðauka.
Hnýðingur (Lagenorhyncus albirostris) í II. viðauka.
Leiftur (Lagenorhyncus acutus) í II. viðauka.
Hnísa (Phocoena phocoena) í II. viðauka.
Höfrungur/Léttir (Delphinus delphis) í II. viðauka.
Stökkull (Tursiops truncatus) í II. viðauka.
Hvalháfur (Rhincodon typus) í II. viðauka.
Beinhákarl (Cetorhinus maximus) í II. viðauka.
Hvítur hákarl (Carcharodon carcharias) í II. viðauka.
Hámeri (Lamna nasus) í II. viðauka.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 4. gr. laga um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 85/2000, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. september 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Ásta Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.