Landbúnaðarráðuneyti

732/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. - Brottfallin

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Séu skilyrði 1. og 2. mgr. ekki uppfyllt skal yfirdýralæknir ekki veita meðmæli um innflutning á tækjum sem talin eru í 1. mgr. Þó er yfirdýralækni heimilt að mæla með innflutningi tækis með því skilyrði að sérstök sótthreinsun fari fram á kostnað innflytjanda og undir eftirliti Landbúnaðarstofnunar sé mögulegt að hreinsa og sótthreinsa tæki í innflutningshöfn.

2. gr.

2. ml. d. liðar 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Undanþegin eru sótthreinsuð hrá skinn, húðir, veiðiminjar og dauð dýr/fuglar sem ætlunin er, eða búið er, að stoppa upp enda fylgi vottorð um fullnægjandi sótthreinsun að mati yfirdýralæknis.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 8. ágúst 2007.

Einar K. Guðfinnsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica