Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

705/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348 8. október 1976. - Brottfallin

1. gr.

                17. gr., sbr. reglugerð nr. 638/1995, orðist svo:

                Við útdrátt vinninga skal nota eftirfarandi gögn og tæki:

a.             Tölvur, ásamt jaðartækjum, sem samþykktar eru af happdrættisráði og stjórnað af sérfróðum manni.

b.             Dráttarforrit og annan hugbúnað, sem stýrir tölvum við útdrætti. Hugbúnaðurinn skal varðveittur á tölvutæku formi.

c.             Stokk sem m.a. er notaður til útdráttar á lykiltölum fyrir útdráttarforrit. Stokkurinn skal vera með átta hólfum og í hverju hólfi skal vera reglulegur tvítugflötungur, en á hvern flöt hans skal skráð ein talnanna frá 0 til 9, þannig að sérhver tala er á tveimur flötum.

d.             Stokk sem m.a. er notaður til útdráttar á einstökum númerum. Stokkurinn skal vera með fimm hólfum. Í fyrsta hólfi skulu vera kúlur sem á er skráð ein talnanna frá 0 til 5 en í öðrum hólfum skulu vera kúlur sem á er skráð ein talnanna frá 0 til 9. Þegar stokkurinn er notaður skal draga í röð úr hólfum, þannig að fyrst dragist út aftasta tala númers. Komi upp sú staða að talan 0 hafi verið dregin út fjórum sinnum í röð skal talan 0 í fyrsta hólfi jafngilda tölunni 6.

 

2. gr.

                19. gr., sbr. reglugerð nr. 625/1996, orðist svo:

                Útdráttur vinninga fer fram sem hér segir:

I.              Fyrri hluti útdráttar vinninga í hverjum flokki happdrættisins fer fram með eftirfarandi hætti:

                A.            Útdráttur hæstu vinninga:

                1.             Vinningsnúmer vegna hæstu vinninga í 1., 2., 4.-8. og 10.-12. flokki eru dregin út með notkun fimm hólfa stokksins. Númerin skulu vera á bilinu 1 - 60.000. Tölur sem koma fram í hólfum stokksins mynda miðanúmerið.

                2.             Vinningsnúmer vegna hæstu vinninga í 3. og 9. flokki eru dregin út með notkun tölvu:

                                a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

                                                b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafsstöðu.

                                c.             Valið er dráttarforrit og annar hugbúnaðaður sem tekinn er undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá seldra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G og H).

                                d.             Skrá seldra miðanúmera er flutt í tölvuna. Hvert selt trompmiðanúmer skal hafa verið skráð fimm sinnum í skrána þar eð trompmiði hefur sama gildi og fimm einfaldir miðar.

                                e.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast jafnframt út.

                                f.              Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá. Í hvert sinn sem trompmiðanúmer er dregið út úr skránni hlýtur eigandi þess sömu fjárhæð og eigendur útdreginna einfaldra miðanúmera. Í útdrætti er mögulegt að fimm vinningar falli á sama trompmiðann.

                B.            Útdráttur annarra vinninga en hinna hæstu fer fram með tvennum hætti:

                                1.             Með notkun tölvu:

                                a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

                                                b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafsstöðu.

                                c.             Valið er dráttarforrit og annar hugbúnaður sem tekinn er undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna. Dráttarforritið skal hannað til að draga út önnur miðanúmer en þau sem hlotið hafa hæsta vinning, þó ekki í 3. og 9. flokki.

                                d.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast jafnframt út.

                                                e.             Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá.

                                2.             Með notkun stokks:

                                                Valdar eru tveggja stafa tölur. Valið fer fram með notkun fimm eða átta hólfa stokks og er sú tala, sem fram kemur og síðustu tveir stafir mynda, skráð. Þetta er endurtekið þar til tilskilinn fjöldi talna hefur fengist. Tölurnar verða hluti af vinningaskrá, en þær vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Þau miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.

C.            Að þessum útdrætti loknum er prentuð út heildarvinningskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.

                                Sé óskað eftir afriti skrárinnar á disklingi eða segulbandi skal það nú gert.

                                Dráttarforrit og annar hugbúnaður er tekinn til varðveislu af happdrættisráði.

                                Happdrættisráðið færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

II.            Síðari hluti útdráttar vinninga í hverjum flokki happdrættisins fer fram með eftirfarandi hætti:

                A.            Í 1.-11. flokki fer útdráttur vinninga þannig fram:

                1.             Vinningsnúmer vegna hæstu vinninga eru dregin út með notkun fimm hólfa stokksins. Númerin skulu vera á bilinu 1 - 60.000. Tölur sem koma fram í hólfum stokksins mynda miðanúmerið.

                                2.             Útdráttur annarra vinninga fer fram með eftirfarandi hætti:

                                a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

                                                b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafsstöðu.

                                c.             Valið er dráttarforrit og annar hugbúnaðaður sem tekinn er undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna. Dráttarforritið skal hannað til að draga út önnur miðanúmer en þau sem hlotið hafa hæsta vinning.

                                d.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast jafnframt út.

                                                e.             Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá.

                B.            Í 12. flokki eru vinningsnúmer dregin út með notkun tölvu:

                                a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

                                b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafsstöðu.

                                c.             Valið er dráttarforrit og annar hugbúnaðaður sem tekinn er undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá seldra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G og H), þó þannig að aðeins dragist út eitt vinningsnúmer í hverri bókstafsröð.

                                d.             Skrá seldra miðanúmera er flutt í tölvuna.

                                e.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast jafnframt út.

                                f.              Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá.

C.            Að þessum útdrætti loknum er prentuð út heildarvinningskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.

                                Sé óskað eftir afriti skrárinnar á disklingi eða segulbandi skal það nú gert.

                                Dráttarforrit og annar hugbúnaður er tekinn til varðveislu af happdrættisráði.

                                Happdrættisráðið færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, öðlast gildi 1. janúar 1998.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 19. desember 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica