Viðskiptaráðuneyti

694/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 571/1996, um hámark lána og ábyrgða lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 571/1996, um hámark lána og ábyrgða
lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Í stað núverandi skilgreiningar á hugtakinu eigið fé í 2. gr. komi eftirfarandi texti:

                Eigið fé: Eigið fé samkvæmt eiginfjárákvæðum laga, sem gilda um viðkomandi lánastofnun eða fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, en þó að frádregnum eiginfjárþætti C samkvæmt eiginfjárákvæðum sömu laga.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 46. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, 5. mgr. 8. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 19. desember 1997.

 

Finnur Ingólfsson.

Tryggvi Axelsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica