Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

682/2013

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (II).

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á EES-svæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina, samanber bókun 47 við EES-samninginn.

2. gr. Reglugerðir.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar:

  1. Flokkar vínræktunarafurða, vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir þar að lútandi.

    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 606/2009 frá 10. júlí 2009 um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 að því er varðar flokka vínræktarafurða, vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir þar að lútandi (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 54/2012, 27. september 2012, bls. 1128), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012 frá 30. apríl 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 53/2011 frá 21. janúar 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 606/2009 um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 að því er varðar flokka vínræktarafurða, vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir þar að lútandi (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 67/2012, 29. nóvember 2012, bls. 129), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
  2. Verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merking og framsetning vínafurða.

    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 607/2009 frá 14. júlí 2009 þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 um verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merkingu og framsetningu tiltekinna vínafurða (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 54/2012, 27. september 2012, bls. 1187), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012 frá 30. apríl 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1166/2009 frá 30. nóvember 2009 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009 þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 um verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merkingu og framsetningu tiltekinna vínafurða (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 54/2012, 27. september 2012, bls. 1292), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 401/2010 frá 7. maí 2010 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009 þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 um verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merkingu og framsetningu tiltekinna vínafurða (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 67/2012, 29. nóvember 2012, bls. 404), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 538/2011 frá 1. júní 2011 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009 þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 um verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merkingu og framsetningu tiltekinna vínafurða (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 67/2012, 29. nóvember 2012, bls. 453), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    5. Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 670/2011 frá 12. júlí 2011 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 607/2009 þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 um verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merkingu og framsetningu tiltekinna vínafurða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2012, frá 28. september 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
  3. Skrár yfir vínekrur, lögboðnar yfirlýsingar og söfnun upplýsinga til að vakta vínmarkaðinn, fylgiskjöl með sendingum vínafurða og skrár sem halda skal fyrir víngeirann.

    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 436/2009 frá 26. maí 2009 um nákvæmar reglur um beitingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008 að því er varðar skrána yfir vínekrur, lögboðnar yfirlýsingar og söfnun upplýsinga til að vakta vínmarkaðinn, fylgiskjöl með sendingum vínafurða og skrár sem halda skal fyrir víngeirann (sem birt er í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 54/2012, 27. september 2012, bls. 1033), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012 frá 30. apríl 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
  4. Heimild um hækkun marka fyrir auðgun víns sem framleitt er úr þrúgum úr uppskeru ársins 2010 á tilteknum vínræktarsvæðum.

    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1022/2010 frá 12. nóvember 2010 um að heimila hækkun marka fyrir auðgun víns sem framleitt er úr þrúgum úr uppskeru ársins 2010 á tilteknum vínræktarsvæðum (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 67/2012, 29. nóvember 2012, bls. 451), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingar á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknlegra hindrana í viðskiptum með vín.
  5. Sameiginlegt markaðskerfi í landbúnaði og um sértæk ákvæði varðandi tilteknar landbúnaðarvörur.

    1. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1234/2007 frá 22. október 2007 um sameiginlegt markaðskerfi í landbúnaði og um sértæk ákvæði varðandi tilteknar landbúnaðarvörur, reglugerðin um eitt sameiginlegt markaðskerfi (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 14/2013, 7. mars 2013, bls. 523), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012 frá 30. apríl 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
    2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 491/2009 frá 25. maí 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1234/2007 um sameiginlegt markaðskerfi í landbúnaði og um sértæk ákvæði varðandi tilteknar landbúnaðarvörur, reglugerðin um eitt sameiginlegt markaðskerfi (sem er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 54/2012, 27. september 2012, bls. 1072), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012 frá 30. apríl 2012 um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.

Reglugerð (EB) nr. 479/2008 var felld úr gildi með reglugerð ráðsins (EB) nr. 491/2009, frá 25. maí 2009, um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1234/2007, um sameiginlegt markaðskerfi og um sértæk ákvæði varðandi tilteknar landbúnaðarvörur (reglugerðin um eitt sameiginlegt markaðskerfi). Niðurfelling reglugerðar (EB) nr. 479/2008 hefur ekki áhrif á gildi löggerninga sem hafa verið samþykktir á grundvelli niðurfelldu gerðarinnar.

Flest ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1234/2007 og reglugerðar (EB) nr. 436/2009 varða ekki EES þar sem þau tengjast sameiginlegri skipulagningu markaða með landbúnaðarvörur. Því eru talin upp sérstaklega þau ákvæði sem gilda, í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2012.

3. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. júlí 2013.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.