Fjármála- og efnahagsráðuneyti

679/2014

Reglugerð um tilkynningu og birtingu ákvarðana vegna slita á vátryggingafélagi. - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um tilkynningar samkvæmt 8. mgr. 93. gr. og 8. mgr. 94. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, vegna slita á vátryggingafélagi.

2. gr.

Tilkynning til þekktra kröfuhafa.

Tilkynna skal öllum þekktum kröfuhöfum um gjaldþrotaskipti vátryggingafélags. Slík tilkynning skal vera í samræmi við ákvæði 13. og 44. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Tilkynninguna skal einnig birta í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og a.m.k. tveimur innlendum dagblöðum í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerðinni er ákvæði greinar 15(1) í tilskipun 2001/17/EB um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2012, innleitt.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 104. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. júní 2014.

F. h. r.

Kjartan Gunnarsson.

Sóley Ragnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica