Landbúnaðarráðuneyti

678/2002

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Við 4. lið II. kafla II. viðauka, kemur eftirfarandi málsgrein í stað núverandi 1. mgr.:
Halda skal skaðlegum lífverum sem draga úr notagildi sáðkorns í lágmarki.

Tafla a) í 4. lið II. kafla II. viðauka fellur brott. Í hennar stað bætist við ný málsgrein og tafla sem hljóða svo:
Einkum skal sáðkorn uppfylla eftirfarandi staðla að því er varðar Claviceps purpurea (mesti fjöldi drjóla eða drjólabrota á hvert kg):
a)

Flokkur
Claviceps purpurea
1
2
Korn sem rúgblendingar:
- stofnsáðkorn
- vottað sáðkorn
Rúgblendingar:
- stofnsáðkorn
- vottað sáðkorn

1
3

1
4(a)
(a) Ef sýni af tilgreindri þyngd inniheldur fimm drjóla eða drjólabrot skal það teljast uppfylla staðlana ef annað sýni af sömu þyngd inniheldur ekki meira en fjóra drjóla eða drjólabrot.


2. gr.

Við d-lið VIII. viðauka reglugerðarinnar, bætist eftirfarandi:
Rúgblendingar.

a) Ræktun skal uppfylla eftirfarandi staðla um fjarlægð frá nálægum frjógjöfum sem getur orsakað óæskilega, utanaðkomandi frævun.
Ræktun
Lágmarksfjarlægð
1
2
- við ræktun stofnsáðkorns
- þar sem karlófrjósemi er beitt
- þar sem karlófjórsemi er ekki beitt
- við ræktun vottaðs stofnsáðkorns


1000 m
600 m

500 m
b) Ræktunin skal vera hrein og ósvikin að því er varðar þáttaeinkenni, þ.m.t. karlófrjósemi.
Einkum skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
i) fjöldi plantna af tegundunum í ræktuninni sem eru greinilega ekki í samræmi við þáttinn má ekki vera meiri en,
- ein á hverja 30 m² fyrir ræktun stofnsáðkorns,
- ein á hverja 10 m² fyrir ræktun vottaðs sáðkorns en í opinberum akurskoðunum gildir þessi staðall aðeins um kvenþáttinn,
ii) þegar um stofnsáðkorn er að ræða þar sem karlófrjósemi er beitt skal ófrjósemin vera 98% hið minnsta.
c) Þar sem við á skal vottað sáðkorn ræktað með blandaðri ræktun með karlófrjósömum kvenþætti og karlþætti en það endurheimtir karlófrjósemi.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. töflu b (Vottað fræ af belgjurtum og öðrum tegundum) í I. kafla II. viðauka:
Talan 25 kemur í stað tölunnar 20 í 3. dálk töflunnar fyrir eftirtaldar belgjurtir;

- Lupinus angustifolius
- Lupinus, aðrar tegundir
- Vicia, aðrar tegundir


4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á töflu í 2. lið II. kafla II. viðauka.
Við töflu bætist:

Rúghveiti          Allir        minnst 80          0


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á VIII. viðauka:
Í kafla með heitinu "Almennar skyldur"á eftir setningunni "Uppskeran fer fyrst fram að lokinni plöntuskoðun" bætist ný málsgrein er orðast svo:
Ræktunin skal vera ósvikin og hrein að því er varðar afbrigði eða ef um er að ræða ræktun skyldleikaræktaðrar línu, ósvikin og hrein að því er varðar einkenni hennar. Við framleiðslu sáðkorns af blendingsafbrigðum skulu framangreind ákvæði einnig gilda um þáttaeinkenni, þ.m.t. karlófrjósemi eða endurheimt frjósemi.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Við setningu reglugerðarinnar er tekið tillit til tilskipana nr. 95/6/EB, 96/18/EB, 96/72/EB, 99/8/EB og 99/54/EB sem vísað er til í III. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2002.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 25. september 2002.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica