Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

674/2002

Reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu.

1. gr.

Frá og með 1. október 2003 skal heildarfjárhæð hverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu þannig að lægri fjárhæð en fimmtíu aurum skal sleppt en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.

2. gr.

Frá og með 1. október 2003 er enginn skyldugur til að greiða fjárhæð er reiknast lægri en fimmtíu aurar. Frá og með sama tíma eru allir skyldugir til að greiða fjárhæð er reiknast fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð í aurum með heilli krónu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er í samræmi við 8. gr. laga um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, sbr. 1. gr. laga nr. 36/1998, samkvæmt heimild í 11. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 103/1999, öðlast þegar gildi.

Forsætisráðuneytinu, 19. september 2002.

Davíð Oddsson.

Ólafur Davíðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.