Umhverfisráðuneyti

656/1997

Reglugerð um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna.

 

1.gr.

Markmið.

                Markmið reglugerðar þessarar er að vernda ósonlagið í heiðhvolfinu með því að tryggja örugga meðhöndlun efna sem rýra ósonlagið, draga úr notkun og minnka losun þeirra.

 

2. gr.

Gildissvið.

                Reglugerðin gildir um klórflúorkolefni (CFC), halóna, koltetraklóríð, 1,1,1-tríklóretan, metýlbrómíð, vetnisklórflúorkolefni (HCFC) og vetnisbrómflúorkolefni (HBFC), sbr. I. viðauka. Reglugerðin gildir um hrein efni og efni í blöndu með öðrum efnum enda sé þyngdarhlutfall þeirra hærra en 1% í blöndu.

 

3. gr.

Skilgreiningar.

                Í reglugerð þessari merkir:

-               ósoneyðingarmáttur (ODP, ozone depleting potential) hlutfallslega getu efnanna til að brjóta niður óson í heiðhvolfinu miðað við tríklórflúormetan (CFC-11).

-               ODP-tonn magn í tonnum margfaldað með ósoneyðingarmætti.

-               innflytjandi aðila sem flytur inn til landsins efni sem reglugerðin nær til, eða vöru sem inniheldur viðkomandi efni.

-               söluaðili aðila sem selur í atvinnuskyni, með eða án tækniþjónustu, efni sem reglugerðin nær til eða vöru sem inniheldur viðkomandi efni.

 

4. gr.

Takmörkun á framleiðslu, innflutningi, sölu og notkun.

                Framleiðsla, innflutningur og sala á efnum sem tilgreind eru í I. viðauka og vörum sem innihalda viðkomandi efni er bönnuð, sbr. þó ákvæði 6. og 11. gr.

                Óheimilt er að setja upp ný kælikerfi og varmadælur sem nota vetnisklórflúorkolefni (HCFC).

                Óheimilt er að flytja inn kælikerfi og varmadælur sem nota HCFC.

                Við meiri háttar breytingar og viðgerðir á kælikerfum fyrir HCFC-22 skal skipta yfir í kælimiðil sem hefur engin eða minni ósoneyðandi áhrif, sbr. reglugerð nr. 533/1993, um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum, ásamt síðari breytingum.

 

5. gr.

Endurunnin efni.

                Bann við innflutningi og sölu efna samkvæmt 4. gr. nær ekki til endurnýttra og endurunninna HCFC.

                Við innflutning á endurunnu HCFC skal innflytjandi áður en til innflutnings kemur upplýsa Hollustuvernd ríkisins um það hvar efnið er endurunnið og framvísa vottorði um að efnið uppfylli gæðastaðla sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir.

                Umbúðir endurunninna efna skulu þannig merktar frá framleiðanda að ekki leiki vafi á að um endurunnið efni sé að ræða.

 

6. gr.

Tímabundin heimild til innflutnings og sölu.

                Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. er heimilt að flytja inn og selja einangrun sem inniheldur HCFC, svo og vetnisklórflúorkolefni (HCFC) til framleiðslu á harðfroðueinangrun og til notkunar í kæli- og varmadælukerfi, sem sett voru upp eða flutt til landsins fyrir 1. janúar 1996.

                Heildarinnflutningur HCFC (ODP tonn) til landsins sætir takmörkunum, sbr. töflu í II. viðauka. Magnið sem heimilt er að flytja inn gildir á gefnu tímabili og hverju 12 mánaða tímabili eftir það.

                Innflutningur HCFC er háður leyfi Hollustuverndar ríkisins, sbr. II. viðauka. Fyrirtæki sem óska eftir leyfi til að flytja inn HCFC á tilteknu 12 mánaða tímabili (1. janúar - 31. desember) skulu senda inn umsóknir til Hollustuverndar ríkisins fyrir 10. desember árið á undan.

                Við veitingu innflutningsheimilda til fyrirtækja skal taka mið af markaðshlutdeild þeirra undanfarin ár og innflutningi CFC og HCFC árið 1989.

 

7. gr.

Skrásetning á innflutningi og sölu - innra eftirlit.

                Innflytjendur, söluaðilar og notendur efna sem reglugerðin nær til bera ábyrgð á því að ákvæði reglugerðarinnar séu uppfyllt. Hver sá sem hefur með höndum efni sem tilgreind eru í I. viðauka eða búnað sem inniheldur slík efni, skal viðhafa allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir losun þeirra út í umhverfið.

                Losun á CFC, HCFC og halónum, t.d. við lekaprófanir eða brunaæfingar, er óheimil.

                Við viðhald og niðurrif slökkvikerfa, varmadælna, og kælikerfa, þar með talinna heimilisísskápa, er óheimilt að losa CFC, HCFC og halóna út í umhverfið. Safna skal efnunum saman með þar til gerðum tækjabúnaði og koma þeim til endurvinnslu, endurnýtingar eða eyðingar. Söfnun kælimiðla skal fara fram við þau varmaskilyrði og með þeim tækjum sem tryggja að tæming kælikerfis verði fullnægjandi. Að öðru leyti vísast til reglugerðar nr. 533/1993 um kæli- og varmadælukerfi, ásamt síðari breytingum.

                Innflytjendur og söluaðilar skulu halda skrá yfir allan innflutning og sölu téðra efna svo og vöru sem inniheldur efni sem reglugerðin nær til. Þeir skulu senda upplýsingar um innflutning og sölu fyrir hvert 12 mánaða tímabil (1. janúar til 31. desember) til Hollustuverndar ríkisins fyrir 31. mars ár hvert fyrir árið á undan.

 

8. gr.

Takmörkun á innflutningi og útflutningi.

                Óheimilt er að flytja inn HCFC eða vörur sem innihalda HCFC frá ríkjum sem ekki eru aðilar að Montrealbókuninni frá 1987 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.

                Óheimilt er að flytja út efni sem tilgreind eru í I. viðauka til ríkja sem ekki eru aðilar að Montrealbókuninni frá 1987 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.

                Undanþegin ákvæði 2. mgr. eru HCFC. Söluaðilar skulu halda sérstaka skrá yfir allan útflutning þessara efna og senda upplýsingar um útflutning til Hollustuverndar ríkisins fyrir 31. mars ár hvert fyrir árið á undan.

 

9. gr.

Endurvinnsla og förgun.

                Efni sem tilgreind eru í I. viðauka skal endurnýta eða endurvinna ef kostur er, en farga annars. Við förgun skal meðhöndla efnin sem spilliefni, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994, með síðari breytingum. Sama á við ef efnin eru flutt úr landi.

 

10. gr.

Eftirlit.

                Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

 

11. gr.

Undanþágur.

                Ef sérstakar ástæður mæla með getur umhverfisráðherra að fenginni skriflegri umsókn veitt tímabundnar undanþágur frá ákvæði 4. gr. að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins. Stofnunin skal leita umsagnar lyfjanefndar þegar um lyf er að ræða.

                Í umsóknum um undanþágur fyrir innflutning og sölu, á efnum sem tilgreind eru í I. viðauka og vörum sem innihalda viðkomandi efni, skal gerð grein fyrir fyrirhugaðri notkun og einnig hvers vegna ekki er mögulegt að nota önnur efni sem eru minna skaðleg fyrir umhverfið.

 

12. gr.

Viðurlög.

                Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.

                Brot gegn reglugerðinni varða refsingu samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum.

 

13. gr.

Gildistaka.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 2. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, sbr. 1 gr. laga nr 51/1993, um breytingu á lögum nr. 52/1988, og samkvæmt 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit ásamt síðari breytingum. Einnig var höfð til hliðsjónar reglugerð ráðsins (EB) nr. 3093/94.

                Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerðir nr. 546/1994, um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna, og nr. 144/1995 um breytingu á reglugerð nr. 546/1994 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna.

 

Umhverfisráðuneytinu, 20. nóvember 1997.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 

 

 

I. VIÐAUKI

Efni sem reglugerðin gildir um.

 

 

Efni

ODP

Klórflúorkolefni

CFCl3       (CFC-11)  
CF2Cl2     (CFC-12)  
C2F3Cl3   (CFC-113)
C2F4Cl2   (CFC-114)
C2F5Cl     (CFC-115)
CF3Cl       (CFC-13)  
C2FCl5     (CFC-111)
C2F2Cl4   (CFC-112)
C3FCl7     (CFC-211)
C3F2Cl6   (CFC-212)
C3F3Cl5   (CFC-213)
C3F4Cl4   (CFC-214)
C3F5Cl3   (CFC-215)
C3F6Cl2   (CFC-216)
C3F7Cl     (CFC-217)

1.0

1.0

0.8

1.0

0.6

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

1.0

Halónar

CF2BrCl   (halón-1211)

CF3Br       (halón-1301)
C2F4Br2   (halón-2402)

3.0

10.0

6.0

Koltetraklóríð

 

CCl4

1.1

1,1,1-tríklóretan

 

CCl3CH3

0.1

Metylbrómíð

 

CH3Br

0.6

Vetnisklórflúorkolefni

CHFCl2    (HCFC-21) fjöldi myndbrigða 1

CHF2Cl    (HCFC-22) 1

CH2FCl    (HCFC-31) 1

C2HFCl4   (HCFC-121)               2
C2HF2Cl3 (HCFC-122)               3
C2HF3Cl2 (HCFC-123)               3
CHCl2CF3                (HCFC-123)               -
C2HF4Cl   (HCFC-124)               2
CHFClCF3                (HCFC-124)               -
C2H2FCl3 (HCFC-131)               3
C2H2F2Cl2               (HCFC-132)               4
C2H2F3Cl (HCFC-133)               3
C2H3FCl2 (HCFC-141)               3
CH3CFCl2                (HCFC-141b)             -
C2H3F2Cl (HCFC-142)               3
CH3CF2Cl                (HCFC-142b)             -
C2H4FCl   (HCFC-151)               2
C3HFCl6   (HCFC-221)               5
C3HF2Cl5 (HCFC-222)               9
C3HF3Cl4 (HCFC-223)               12
C3HF4Cl3 (HCFC-224)               12

0.04

0.055

0.02

0.01-0.04

0.02-0.08

0.02-0.06

0.02

0.02-0.04

0.022

0.007-0.05

0.008-0.05

0.02-0.06

0.005-0.07

0.11

0.008-0.07

0.065

0.003-0.005

0.015-0.07

0.01-0.09

0.01-0.08

0.01-0.09

 

C3HF5Cl2 (HCFC-225)               9
CF3ClCF2CHCl2       (HCFC-225ca)            -
CF2ClCF2CHClF       (HCFC-225cb)            -
C3HF6Cl   (HCFC-226)               5
C3H2FCl5 (HCFC-231)               9
C3H2F2Cl4               (HCFC-232)               16
C3H2F3Cl3               (HCFC-233)               18
C3H2F4Cl2               (HCFC-234)               16
C3H2F5Cl (HCFC-235)               9
C3H3FCl4 (HCFC-241)               12
C3H3F2Cl3               (HCFC-242)               18
C3H3F3Cl2               (HCFC-243)               18
C3H3F4Cl (HCFC-244)               12
C3H4FCl3 (HCFC-251)               12
C3H4F2Cl2               (HCFC-252)               16
C3H4F3Cl (HCFC-253)               12
C3H5FCl2 (HCFC-261)               9
C3H5F2Cl (HCFC-262)               9
C3H6FCl   (HCFC-271)               5

0.02-0.07

0.025

0.033

0.02-0.10

0.05-0.09

0.008-0.10

0.007-0.23

0.01-0.28

0.03-0.52

0.004-0.09

0.005-0.13

0.007-0.12

0.009-0.14

0.001-0.01

0.005-0.04

0.003-0.03

0.002-0.02

0.002-0.02

0.001-0.03

Vetnisbrómflúorkolefni

CHFBr2                    1
CHF2Br    (HBFC-22B1)             1
CH2FBr                    1
C2HFBr4                   2
C2HF2Br3                 3
C2HF3Br2                 3
C2HF4Br                   2
C2H2FBr3                 3
C2H2F2Br2                               4
C2H2F3Br                 3
C2H3FBr2                 3
C2H3F2Br                 3
C2H4FBr                   2
C3HFBr6                   5
C3HF2Br5                 9
C3HF3Br4                 12
C3HF4Br3                 12
C3HF5Br2                 9
C3HF6Br                   5
C3H2FBr5                 9
C3H2F2Br4                               16
C3H2F3Br3                               18
C3H2F4Br2                               16
C3H2F5Br                 8
C3H3FBr4                 12

C3H3F2Br3                               18
C3H3F3Br2                               18
C3H3F4Br                 12
C3H4FBr3                 12

1.00

0.74

0.73

0.3-0.8

0.5-1.8

0.4-1.6

0.7-1.2

0.1-1.1

0.2-1.5

0.7-1.6

0.1-1.7

0.2-1.1

0.07-0.1

0.3-1.5

0.2-1.9

0.3-1.8

0.5-2.2

0.9-2.0

0.7-3.3

0.1-1.9

0.2-2.1

0.2-5.6

0.3-7.5

0.9-1.4

0.08-1.9

0.1-3.1

0.1-2.5

0.3-4.4

0.03-0.3

 

C3H4F2Br2                               16
C3H4F3Br                 12
C3H5FBr2                 9
C3H5F2Br                 9
C3H6FBr                   5

0.1-1.0

0.07-0.8

0.04-0.4

0.07-0.8

0.02-0.7

 

 

 

 

 

II. VIÐAUKI

 

                Heildarmagn vetnisklórflúorkolefna sem heimilt er að flytja inn til landsins á tímabilinu 1. janúar 1997 til 31. desember 1997 jafngildir 8.4 ODP-tonnum og er reiknað út frá innflutningi árið 1989 á eftirfarandi hátt.

Summan af:

2,6% af magni CFC sem flutt var inn til landsins árið 1989,

margfaldað með ósoneyðingarmætti viðkomandi efna og magni HCFC sem flutt var inn til landsins árið 1989, margfaldað með ósoneyðingarmætti viðkomandi efna.

                Heildarinnflutningur HCFC (ODP tonn) til landsins er takmarkaður enn frekar í samræmi við eftirfarandi töflu og gildir á gefnu eftirfarandi tímabili og hverju 12 mánaða tímabili þar á eftir.

Tímabil

% af ofangreindri
summu

ODP tonn HCFC sem
heimilt er að flytja inn

1. jan. 1997 - 31. des. 1997

100

8.4

1. jan. 2004 - 31. des. 2004

65

5.5

1. jan. 2007 - 31. des. 2007

40

3.4

1. jan. 2010 - 31. des. 2010

20

1.7

1. jan. 2013 - 31. des. 2013

5

0.4

1. jan. 2015 - 31. des. 2015

0

0

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica