Sjávarútvegsráðuneyti

642/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 362, 22. maí 2003, um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo: Til 31. janúar 2004 eru veiðar með fiskibotnvörpu heimilar á svæði samkvæmt 1. gr. togbátum sem eru 26 metrar að mestu lengd eða styttri, enda séu vörpur þeirra búnar leggglugga í samræmi við ákvæði 4. gr.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 1. september 2003 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 25. ágúst 2003.

F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica