Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

641/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.

1. gr.

Við 1. gr. bætast tveir töluliðir:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1042/2012 frá 7. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Breska konungsríkið tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, 2014/EES/36/50, bls. 313-317.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1143/2013 frá 13. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, einkum í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, 2014/EES/36/37, bls. 213-219.

2. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB):

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1042/2012 frá 7. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Breska konungsríkið tilnefnir, sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1143/2013 frá 13. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, einkum í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir, sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 28. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. júní 2014.

F. h. r.

Guðmundur Árnason.

Guðrún Ögmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.