Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

641/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl., nr. 587/2002.

1. gr.

Á eftir V. kafla reglugerðarinnar kemur nýr kafli, VI. kafli, svohljóðandi:

VI. KAFLI

Gjöld skv. lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum.
14. gr.

Fyrir veittan frest til þess að gangast undir öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila skal greiða kr. 2.000.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 1. gr. laga nr. 12/2002 um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 29. ágúst 2002.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.