Velferðarráðuneyti

636/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.:

  1. Heiti greinarinnar verður: Skilmálar nýrra ÍLS-veðbréfa.
  2. 5. mgr. orðast svo: Lánstími ÍLS-veðbréfs getur verið allt frá 5 árum til 35 ára. Við ákvörðun lánstíma skal leitast við að jafna inn- og útstreymi fjármögnunar og útlána sjóðsins auk þess sem líta skal til greiðslugetu skuldara og veðstöðu láns. Stjórn Íbúðalánasjóðs setur nánari reglur um lánstíma og veðstöðu láns.

  3. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi: Heimilt er að stytta eða lengja lánstíma veðbréfa þannig að lánstími geti verið allt að 35 árum. Stytting lánstíma er þó ekki heimil ef lántaki hefur undirritað yfirlýsingu skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar þessarar. Lenging og stytting láns er skilmálabreyting sem er háð samþykki síðari veðhafa og skal henni þinglýst. Stjórn Íbúðalánasjóðs setur nánari reglur um lánstíma veðbréfa og breytingu á honum.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 21. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 23. júní 2015.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Bolli Þór Bollason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica