Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

621/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1106/2012 um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuvarnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

2. gr.

Í stað orðsins "vímuvarnaráðgjafi" í öllum föllum, eintölu og fleirtölu komi í samsvarandi falli og tölu: vímuefnaráðgjafi.

3. gr.

  1. Í stað orðsins "vímuvarnaráðgjöf" í 1. tölul. 4. mgr. og 6. mgr. 3. gr. komi: vímuefnaráðgjöf.
  2. Í stað orðsins "vímuvarnameðferð" í 1. tölul. 4. mgr. 3. gr. komi: vímuefnameðferð.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, öðlast gildi 1. júlí 2014.

Velferðarráðuneytinu, 11. júní 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.