Sjávarútvegsráðuneyti

620/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 687, 14. desember 1997, um dragnótaveiðar. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 687, 14. desember 1997, um dragnótaveiðar.

 

1. gr.

Á eftir 1. málslið 2. mgr. 3. gr. kemur nýr málsliður er orðist svo: Flytjist heimilisfesti útgerðar út fyrir leyfissvæði, er þó heimilt að veita skipi í eigu þeirrar útgerðar leyfi til dragnótaveiða á sama leyfissvæði og það hafði veiðileyfi á fyrir flutninginn, enda sé skráning skipsins óbreytt og það gert áfram út frá sömu höfn.

 

2. gr.

Frá og með 1. janúar 2001 er felld úr gildi 4. gr. reglugerðarinnar. Frá sama tíma falla niður orðin: _dragnótaleyfi til kolaveiða, sbr. 4. gr." í 2. gr.

 

3. gr.

Í stað: _15. júlí" í 1. mgr. 5. gr. komi: 15. ágúst.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.  

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. ágúst 2000.

 

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Þórður Eyþórsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica