Samgönguráðuneyti

612/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað "tveggja" í 2. mgr. 48. gr. kemur: þriggja.

2. gr.

56. gr. a. orðast svo:

Ökumaður getur fengið fullnaðarskírteini að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  1. hann hafi verið handhafi bráðabirgðaskírteinis samfellt í eitt ár
  2. hann hafi ekki fengið punkta vegna umferðarlagabrota á síðustu tólf mánuðum fyrir umsókn um fullnaðarskírteini
  3. hann hafi farið í akstursmat, sbr. ákvæði VIII. viðauka.

Í akstursmati felst að kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, aksturs­háttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans.

Akstursmat má við útgáfu ökuskírteinis ekki vera eldra en sex mánaða.

3. gr.

Fyrirsögn VII. kafla orðast svo:

AFTURKÖLLUN ÖKURÉTTINDA OG ÖKUSKÍRTEINIS, AKSTURSBANN OG HÆFNISPRÓF.

4. gr.

Á eftir 58. gr. kemur ný grein, 58. gr. a, sem orðast svo:

Lögreglustjóri skal banna byrjanda, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn að aka, hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðar­laga­brota.

Akstursbanni skal eingöngu beitt einu sinni á gildistíma bráðabirgðaskírteinis.

Með akstursbanni eru afturkölluð ökuréttindin sem bráðabirgðaskírteinið veitir og gildir akstursbannið þar til byrjandinn hefur sótt sérstakt námskeið sbr. XI. viðauka og staðist ökupróf að nýju.

Fyrirsögn 58. gr. a. orðast svo: Akstursbann.

5. gr.

Á eftir "afturköllun ökuréttinda" í 1. mgr. 59. gr. kemur: akstursbann.

6. gr.

Við 68. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo:

Byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn og sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið, sbr. 58. gr. a., og staðist ökupróf að nýju.

7. gr.

Á eftir "X. Ökugerði" í 88. gr. a. kemur: XI. Sérstakt námskeið vegna akstursbanns.

8. gr.

Síðasti málsliður 3. mgr. 2. töluliðs VIII. viðauka orðast svo: Að því loknu staðfestir ökukennarinn að akstursmatið hafi farið fram.

9. gr.

Á eftir X. viðauka kemur nýr viðauki, XI. viðauki, sem orðast svo:

XI. VIÐAUKI

SÉRSTAKT NÁMSKEIÐ VEGNA AKSTURSBANNS.

1. Hverjum skylt er að sækja sérstakt námskeið.

Byrjanda, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn og sætir akstursbanni eða sviptingu ökuréttar sbr. 58. gr. a. eða 2. mgr. 68. gr.

2. Markmið.

Sérstakt námskeið tekur mið af því að byrjandi verði betri og öruggari ökumaður, skilji mikilvægi þess að aka af tillitssemi og öryggi og fari eftir settum reglum.

3. Tilhögun.

Sérstakt námskeið skal fara fram samkvæmt kennsluáætlun og í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur. Sérstök áhersla skal lögð á tengingu umferðaröryggis við sálræna og félagslega þætti, s.s. viðhorf, tilgang aksturs, lífsleikni og lífsstíl. Tekið skal mið af ástæðu þess að byrjanda var bannað að aka eða hann sviptur ökurétti. Byrjandi skal taka virkan þátt í námskeiðinu.

Fjöldi þátttakenda á námskeiði skal vera á bilinu 6 til 12 og námskeiðið skal taka nokkrar vikur. Að námskeiði loknu fær hver þátttakandi vottorð um þátttöku.

4. Umsjón.

Sérstakt námskeið skal fara fram á vegum Umferðarstofu eða þess sem hún felur fram­kvæmdina.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 28. júní 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica