Félagsmálaráðuneyti

607/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa á árinu 1999 fyrir Íbúðalánasjóð - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa

á árinu 1999 fyrir Íbúðalánasjóð.

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Samanlögð fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta úr 1. og 2. flokki 1998 skal ekki vera umfram 34.207 milljónir króna á árinu 1999 miðað við reiknað markaðsvirði húsbréfanna. Þannig skal samanlögð fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta 1998 og 1999 úr 1. og 2. flokki húsbréfa 1998 ekki fara umfram 53.707 milljónir króna miðað við fyrrnefnt reiknað markaðsvirði.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 24. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 17. september 1999.

Páll Pétursson.

Ingi Valur Jóhannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica