Fjármálaráðuneyti

604/2003

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 374/1995, um tollverð og tollverðsákvörðun, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 21. gr. A. sem orðast svo:
Sé talið að ákvörðun tollverðs á grundvelli 20.-21. gr. gefi ekki rétta mynd af verðmæti ökutækis þar sem ástand ökutæksins er mun verra en leiðir af eðlilegri fyrningu, er tollstjóra heimilt að ákveða lækkun tollverðs, enda sýni innflytjandi fram á að verðmæti ökutækisins sé minna en venjulegra ökutækja sömu tegundar og af sömu árgerð, svo sem vegna tjóns. Tollstjóri getur við matið tekið tillit til væntanlegs viðgerðarkostnaðar. Telji tollstjóri að ákvörðun tollverðs sé eigi á færi annarra en sérfróðra manna er honum heimilt án dómskvaðningar að kalla til matsmenn, sbr. 98. gr. tollalaga nr. 55/1987.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 10. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. 4. gr. laga nr. 87/1995, svo og 148. gr. tollalaga, öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 5. ágúst 2003.

F. h. r.
Ragnheiður Snorradóttir.
Telma Halldórsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica