Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

572/2000

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

572/2000

REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996
um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.


1. gr.

Í 1. málsl. 13. gr. skal breyta fjárhæðinni kr. 1.500 í kr. 2.000.


2. gr.

Á eftir 13. gr. kemur ný grein er orðast svo:


Greiðsla sjúkratryggðra fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð.
14. gr.

Fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð skal greiða kr. 129.000.


3. gr.

14. og 15. gr. verða 15. og 16. gr.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 1. ágúst 2000.

Ingibjörg Pálmadóttir.
Guðríður Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica