Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

570/2017

Reglugerð um greiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á sérstöku framlagi vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki.

1. gr. Fyrirkomulag og uppgjör greiðslna.

Sérstakt framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2017 skv. bráðabirgðaákvæði XVIII við lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. lög nr. 43/2017, samtals að fjárhæð 650 millj. kr., skal greitt út sem hér segir:

Þann 1. júlí 2017 skulu greiddar út 550 millj. kr. sem skipta skal hlutfallslega milli sveitarfélaga í samræmi við áætlaða hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari á árinu 2016 skv. áætlun ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.

Eftirstöðvar framlagsins, samtals 100 millj. kr., skulu gerðar upp þegar álagt heildarútsvar ársins 2016 liggur fyrir, þó eigi síðar en 1. nóvember 2017.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVIII og 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 16. júní 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.