Félagsmálaráðuneyti

558/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs, nr. 458/1999, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Lán til byggingar eða kaupa á dagvistarstofnunum, þjónustumiðstöðvum, dvalarheimilum, sambýlum og íbúðum sem eru sérhannaðar fyrir þarfir aldraðra.

2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Lán skv. 1. tölul. 2. gr. er heimilt að veita þeim er byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði sem er sérhannað fyrir þarfir aldraðra í samræmi við 1. tölul. 14. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum, þ.e. dvalarheimili, sambýli og íbúðir. Einnig dagvistarstofnanir og þjónustumiðstöðvar, sbr. 2. og 3. tölul. 13 gr. sömu laga.

3. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Veðrými miðast við allt að 90% af byggingarkostnaði eða kaupverði. Miða skal við brunabótamat að viðbættu fasteignamati lóðar ef það er lægra.

4. gr.

7. gr. verður svohljóðandi:

Umsækjendur um lán skulu senda umsóknir sínar til Íbúðalánasjóðs og leggja fram þær upplýsingar sem sjóðurinn telur nauðsynlegar til undirbúnings afgreiðslu þeirra.

Lán samkvæmt þessum kafla skulu því aðeins veitt að fyrir liggi rökstudd greinargerð um þörf fyrir framkvæmdir, studd gögnum frá hlutaðeigandi sveitarfélagi. Þá skal framkvæmda- og starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneyti einnig fylgja umsókn þegar um er að ræða heimili eða dagvistarstofnanir fyrir aldraða, sbr. 16. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

5. gr.

Í 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar falla brott orðin "á íbúðina".

6. gr.

2. málsl. 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Miða skal við brunabótamat að viðbættu fasteignamati lóðar ef það er lægra.

7. gr.

Annar málsliður 4. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Miða skal við brunabótamat að viðbættu fasteignamati lóðar ef það er lægra.

8. gr.

37. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. 38. gr. verður svohljóðandi:

    Þegar sveitarfélög, félög eða félagasamtök hafa fengið vilyrði fyrir lóð eða gert tilboð í eign til kaups sækja þau um lán til Íbúðalánasjóðs.

  2. Á eftir orðinu "byggingarkostnaður" í 2. mgr. bætast orðin: eða kaupverð.
  3. 3. mgr. 38. gr. fellur brott.

10. gr.

40. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

11. gr.

1. og 2. mgr. 41. gr. verða svohljóðandi:

Lán til leiguíbúða skulu tryggð með 1. veðrétti í hlutaðeigandi íbúðarhúsnæði. Lán getur numið allt að 80% af byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar. Um ákvörðun byggingarkostnaðar og byggingarhætti, þ. á m. stærðir íbúða og reglur um hámarksverð íbúða, fer skv. V. kafla reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, og samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs.

Lánum sem veitt eru samkvæmt þessum kafla má skipta í frumbréf og viðaukabréf. Um útgáfu viðaukabréfa fer skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum, að því leyti sem ekki er kveðið á annan veg í reglugerð þessari. Til staðfestingar á að framkvæmdum sé lokið skal liggja fyrir úttekt byggingarfulltrúa og trúnaðarmanns sem Íbúðalánasjóður hefur tilnefnt.

12. gr.

Annar málsliður 2. mgr. 45. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Miða skal við brunabótamat að viðbættu fasteignamati lóðar ef það er lægra.

13. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 16. gr. og 4. mgr. 36. gr. laga um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 3. júlí 2006.

Magnús Stefánsson.

Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica