Iðnaðarráðuneyti

524/1994

Reglugerð um hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum. - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

1.1 Reglugerð þessi nær til ákvæða um:

- meginreglur vegna birtingar upplýsinga um hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum,

- mælingaraðferðir til að ákvarða hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum og reglur um fyrirkomulag eftirlits með hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum.

1.2 Reglugerð þessi gildir ekki um:

- tæki, vélar eða búnað sem eingöngu eru ætlaðar til nota í iðnaði eða í atvinnuskyni,

- tæki sem eru óaðskiljanlegur hluti húss eða búnaðar svo sem lofthreinsi-, hita- eða loftræstingarbúnað (að frátöldum heimilisviftum, gufugleypum og aðskildum tækjum til hitunar), olíukynditæki til miðstöðvarhitunar og dælur vegna vatnsveitna og fráveitukerfa,

- íhluti í búnað eða tæki svo sem hreyfla,

- rafhljómburðartæki.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

Heimilistæki: Allar vélar, vélahlutir eða búnaður sem er einkum framleiddur til að nota í híbýlum, þar með töldum kjöllurum, bílageymslum og öðrum útihúsum, nánar tiltekið heimilistæki til viðhalds, hreingerninga, framreiðslu og geymslu matvæla, framleiðslu og dreifingar á hita eða kulda, lofthreinsunar og önnur tæki sem ekki eru notuð í atvinnuskyni.

Tegund heimilistækja: Heimilistæki, sem ætluð eru til sömu nota og knúin af sama

höfuðaflgjafa. Venjan er að nokkrar gerðir heyri undir hverja tegund.

Syrpa heimilistækja: Öll heimilistæki sömu gerðar sem hafa ákveðin sérkenni og eru frá sama framleiðanda.

Heimilistækjalota: Ákveðið magn af tiltekinni framleiðslusyrpu sem framleidd er við sams konar aðstæður.

Hávaði sem berst í lofti: Vegið hljóðaflsstig, LWA, heimilistækja sem gefið er upp í desíbelum (dB) með tilvísun í hljóðstyrk eins píkóvatts (l pW), sem berst í lofti.

3. gr.

Markaðssetning.

Ekki má hindra markaðssetningu heimilistækja vegna upplýsinga um hávaða sem berst í lofti frá slíkum tækjum ef upplýsingarnar eru gefnar í samræmi við kröfurnar í þessari reglugerð.

Með fyrirvara um niðurstöður athugana sem gerðar eru af handahófi um leið og heimilistækin eru markaðssett skulu stjórnvöld telja að upplýsingar um hávaða sem berst í lofti séu birtar í samræmi við þessa reglugerð.

4. gr.

Kröfur um upplýsingar.

Stjórnvöld geta, vegna tiltekinna tegunda tækja, krafist þess að upplýsingar um hávaða sem berst í lofti frá þeim verði birtar.

Framleiðandinn skal láta þessar upplýsingar í té eða, hafi framleiðandinn staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins, innflytjandi sem hefur staðfestu innan þess.

Í slíku tilviki:

a) skulu hávaðamörkin sem fjallað er um í upplýsingunum ákveðin í samræmi við almennu prófunaraðferðina sem sett eru fram í 1. mgr. 5. gr.,

b) er hægt að gera athugun af handahófi á upplýsingunum á grundvelli tölfræðilegu aðferðarinnar í 2. mgr. 5. gr. Stjórnvöld geta gert allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að veittar upplýsingar séu samkvæmt fyrirmælum þessarar reglugerðar,

c) ber framleiðandinn eða innflytjandinn ábyrgð á því að viðkomandi upplýsingar séu réttar.

Ef stjórnvöld krefjast ekki birtingar upplýsinga um hávaða sem berst í lofti getur framleiðandinn eða innflytjandinn samt birt upplýsingarnar enda fylgi hann ákvæðum a-, b-, og c- liða. áfram.

5. gr.

Mæliaðferðir.

5.1 Almenna prófunaraðferðin:

a) Almenna prófunaraðferðin sem notuð er til að mæla hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum verður að vera það nákvæm að óvissa í mælingunum með vegnu hljóðaflsstigi leiði ekki af sér hærra staðalfrávik en 2 dB. Þessi staðalfrávik skulu endurspegla áhrif allra óvissuþátta mælinganna að undanskildum sveiflum í hávaðamörkum tækisins frá einni prófun til annarrar.

b) Til viðbótar almennu prófunaraðferðinni sem um getur í a- lið hér að ofan skal fylgja hverri tegund tækja lýsing á staðsetningu, uppsetningu, hleðslu og vinnslu tækjanna meðan prófunin fer fram til að hvetja til eðlilegrar notkunar og tryggja fullnægjandi nýtingu og afkastagetu. Tilgreina skal staðalfrávik afkastagetu fyrir hverja tegund heimilistækja.

5.2 Tölfræðilega aðferðin:

Tölfræðilega aðferðin sem notuð er til að sannprófa tilgreind hávaðamörk tækja í framleiðslulotu er gerð með því að mæla eitt tæki, sem er tekið úr einni framleiðslulotu og gera einhliða prófanir.

Meginfæribreytur í tölfræðilegu aðferðinni skal ákveða þannig að líkurnar á viðurkenningu séu 95% ef hávaðinn er meiri en tilgreint er fyrir 6,5% af tækjunum í lotunni. Þrjú tæki skulu skoðuð í einu eða sambærilegu úrtaki. Tölfræðilega aðferðin sem er valin krefst þess að notað sé viðmiðunarstaðalfrávik sem er 3,5 dB.

6. gr.

Sérstakar ráðstafanir.

Gera skal allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að framleiðandi eða innflytjandi, kjósi hann ekki að taka hina gölluðu framleiðslulotu af markaðinum, leiðrétti upplýsingarnar án tafar ef í ljós kemur við eftirlit samkvæmt 2. mgr. 5. gr. að hávaði sem berst í lofti frá tækjum úr framleiðslulotunni fer yfir tilgreind hávaðamörk.

7. gr.

Samræmi við kröfur.

7.1 Gert er ráð fyrir því að upplýsingar um hávaða sem berst frá heimilistækjum séu gefnar í samræmi við kröfurnar í reglugerð þessari og að athuganir hafi verið gerðar á fullnægjandi hátt ef mælingarnar á hávaða og viðeigandi athuganir hafa verið gerðar í samræmi við:

a) landsstaðla sem falla að samhæfðu stöðlunum, eða

b) landsstaðlana og tæknilegu reglugerðirnar sem um getur í 2. mgr. ef engir samhæfðir staðlar eru til um það sem landsstaðlarnir og reglugerðirnar taka til.

7.2 Stjórnvöld skulu senda Eftirlitsstofnun EFTA og fastanefnd EFTA ríkjanna texta viðkomandi landsstaðla og tæknilegra reglugerða, eins og um getur í b-lið 1. mgr., sem þau telja fullnægja kröfunum í 5. gr.

Stjórnvöld skulu sjá um að birta þessa landsstaðla og tæknilegu reglugerðir.

7.3 Leiki vafi á að samhæfðu staðlarnir sem um getur í a-lið 1. mgr. hlíti ekki til fulls kröfunum í 5. gr. skal leggja málið fyrir fastanefnd á vegum ESB til úrskurðar.

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., nr. 72/1994 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í IV kafla II. viðauka, tilskipun ráðsins 86/594/EBE frá 1. desember 1986 um hávaða sem berst í lofti frá heimilistækjum, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytið, 23. september 1994.

F.h.r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica