Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

506/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra nr. 66/2007 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tölunnar "25" í 1. mgr. 1. gr. kemur: 24.
  2. Orðin "þó ekki svæði sem falla undir lið 23" í 22. tölulið falla brott.
  3. 23. töluliður fellur brott og breytist röð töluliða til samræmis við það.

2. gr.

Orðin "sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og" og orðin "og 23." í 15. tölulið 1. mgr. 5. gr. falla brott.

3. gr.

Fylgiskjal falli brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 2. gr. laga um framkvæmdar­vald ríkisins í héraði, nr. 92/1989, með síðari breytingum og 3. mgr. 6. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, með síðari breytingum öðlast gildi 31. maí 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. maí 2008.

Björn Bjarnason.

Skúli Þór Gunnsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica