Utanríkisráðuneyti

488/1993

Reglugerð um skipulags-, bygginga- og umhverfismál á varnarsvæðum - Brottfallin

REGLUGERÐ

um skipulags-, bygginga- og umhverfismál á varnarsvæðum.

 

1. gr.

Utanríkisráðherra skipar sex manna nefnd, er fer með skipulags-, bygginga- og umverfismál á varnarsvæðum, í samráði við Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Nefndin er skipuð þessum mönnum: Húsameistara ríkisins, fulltrúa skipulagsstjóra

ríkisins, flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, fulltrúa Varnarmálaskrifstofu, forstöðumanni Hollustuverndar ríkisins og manni skipuðum af utanríkisráðherra til 4 ára í senn, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.

 

2. gr.

Nefndin skal fjalla um öll þau skipulags-, bygginga- og umhverfismál á varnarsvæðum, bæði að því er varðar varnarliðið og aðra aðila, sem Varnarmálaskrifstofa óskar álits um. Varnarmálaskrifstofan skal afla upplýsinga um fyrirhugaðar byggingar og mannvirkjagerð varnarliðsins, svo og fyrirhugað skipulag og staðsetningu slíkra bygginga og mannvirkja, og leggja fyrir nefndina. Aðrir aðilar skulu senda beiðnir sínar um leyfi til bygginga eða mannvirkjagerðar á varnarsvæðunum ásamt nauðsynlegum fylgigögnum beint til nefnd­arinnar.

 

3. gr.

Nefndin skal halda fundi svo oft sem þörf er á. Nefndin skal halda sameiginlega fundi með yfirstjórn skipulags-, bygginga- og umhverfismála varnarliðsins að öllu jöfnu mánaðarlega.

 

4. gr.

Nefndin skal gæta þess, að ákvæðum íslenskrar löggjafar um skipulags-, bygginga- og umhverfismál sé fylgt eftir því sem við á.

Áður en nefndin afgreiðir mál skal hún, ef um er að ræða mál, sem varða skipulagsskyld svæði, er liggja að varnarsvæðum, ætíð hafa samráð við skipulagsstjóra ríkisins og fyrirsvarsmenn sveitarfélaga þeirra, sem hlut geta átt að.

Álitsgerðir sínar sendir nefndin Varnarmálaskrifstofu til endanlegrar samþykktar. Komi upp ágreiningsmál má skjóta þeim til utanríkisráðherra sem hefur endanlegt ákvörðunarvald.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 106 17. desember 1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðum o.fl., sbr. auglýsingu um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um stjórnarráð Íslands nr. 96 31. desember 1969, sbr. og 1. kafli skipulagslaga nr. 19, 21. maí 1964 og skipulagsreglugerð nr. 318/1985, II. kafli byggingarlaga nr. 54, 16. maí 1978 og byggingarreglugerð nr. 177/1992 og 3. gr. laga nr. 813. ágúst 1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit með síðan breytingum (skv. lögum nr. 64/1993) og mengunarvarnarreglugerð nr. 396/1992, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytið, 1. desember 1993.

 

Jón Baldvin Hannibalsson.

Róbert Trausti Arnason.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica